Úrval - 01.08.1949, Blaðsíða 25
UM NÝJUNGAR 1 KRABBAMEINSRANNSÓKNUM
23
ar viðfangsefni sem virðist vera
þeim um megn. Það væri þá ekki
úr vegi að minna á það í fyrsta
iagi, að við eigum slíkum sér-
vitringum að þakka allar merk-
ustu uppgötvanir læknisfræð-
innar. 1 öðru lagi virðist aug-
ljóst, að takist að skýra til
fulls orsakasamhengið í mynd-
un einhvers sjúkdóms, þá ætti
að vera auðveldara á eftir að
ráða niðurlögum hans. Gildir
það um krabbamein sem um
aðra sjúkdóma. Sá hagnýti
árangur, sem þegar hefur unn-
izt fyrir vísindalegar rannsókn-
ir á eðli krabbameinsins er vit-
anlega marghátta. Má þar benda
á, að tjörupenslanir á músum
hafa veitt mönnum tækifæri til
að fylgjast með breytingum
vefjanna stig af stigi frá því
frumurnar breytast úr eðlileg-
um þekjufrumum og til þess er
greinilegt krabbamein hefur
myndast. Sú þekking hefur ver-
ið mikill styrkur þeim mönn-
um, sem fást við vefjafræðilega
greiningu illkynja æxla. En á
þeirri greiningu veltur oft úr-
skurðurinn um það hvort um
krabbamein sé að ræða eða ekki.
Kynhormónrannsóknirnar hafa
fært læknum nýjar aðferðir til
lækninga á ákveðnum tegundum
krabbameins bæði hjá körlum
og konum. Er árangurinn af
slíkum hormónlækningum
undraverður fyrir líðan sjúkl-
inganna og virðist slík með-
ferð greinilega draga úr út-
breiðslu veikinnar. Ekki má
gleyma árangri vísindalegra
rannsókna í sambandi við radí-
um- og röntgenlækningar; en
geislalækningar og skurðaðgerð-
ir eru enn sem komið er því
nær einu aðferðirnar sem við
ráðum yfir, til þess að lækna
krabbamein. En það liggur ut-
an við ramma þessa erindis að
lýsa árangri þeirra lækninga,
sem er vitanlega ágætur í f jölda
tilfella, ef sjúklingamir leita
læknis í tíma. Um hagnýtan
árangur af vírusrannsóknum í
þessu sambandi er erfitt að
spá, en ef til vill er það á því
sviði, sem við megum búast við
mestum árangri í framtíðinni.
Af því sem sagt hefur verið
hér að framan ætti að vera
ljóst, að menn vita orðið sitt
af hverju um orsakir krabba-
meins og hvernig unnt er að
framkalla myndun þess í til-
raunadýrum. En hvað það er
sem gerist í frumunni sjálfri
er hún breytist úr prúðri þekju-
frumu, sem samhæfir starf-