Úrval - 01.08.1949, Side 26
24
ÚRVAL
semi sína öðrum frumum til
gagns fyrir líkamann, hvað það
er sem gerist er slík heilbrigð
fruma breytist í krabbameins-
frumu, sem slitið hefur af sér
öll bönd og ræðst gegn öðrum
vefjum líkamans og eyðir þeim,
það er enn hulin ráðgáta. Ef til
vill á ennþá við í því sambandi
það sem haft var eftir Paul Ehr-
lich á sínum tíma, er ungur lækn-
ir kom til hans og bað um að fá
að leggja fram krafta sína til
rannsókna á eðli krabbameins-
ins. Ehrlich sagði: ,,Ég hef var-
ið 15 árum ævi minnar til rann-
sókna á eðli krabbameinsins.
Þekkingu okkar á eðli þess mun
ekkert miða áfram fyrr en ein-
hver uppgötvun verður gerð,
sem skýrir grundvallaratriði
lífsins sjálfs.“
Slíkrar uppgötvunar er e. t. v.
langt að bíða, en bættar lækn-
ingaaðferðir geta fundizt löngu
áður. I því sambandi má minna
á að Jenner fann vörn gegn
bólusóttinni meir en hundrað
árum áður en orsök hennar var
kunn. En meðan geislameðferð
og skurðaðgerð eru svo að segja
einu aðferðir okkar til lækninga
á krabbameini, er það eitt boð-
orð, sem aldrei verður nógsam-
lega brýnt fyrir almenningi, en
það er þetta: Dragið ekki að
leita læknis!
co ★ CSD
Ráð nn<iir rifi hverju.
Eins og annað kvenfólk var hún sifellt að biðja manninn sinn
að hjálpa sér að flytja til húsgögnin í íbúðinni. Loks þegar
konan fór í nokkurra daga ferðalag, sé hann sér faari á að
binda endi á þessi uppátæki hennar fyrir fullt og allt. Hann
lét veggfóðra öll herbergin — eftir nákvæmri fyrirsögn sinni.
Konan varð himinlifandi þegar hún sá, að allt var nýveggfóðrað,
en varla hafði hún horft nægju sína á nýja veggfóðrið, þegar
hún bað hann að flytja með sér sófann. Þegar þau drógu fer-
líkið frá veggnum rak hún upp stór augu. Veggurinn bak við
sófann hafði ekki verið veggfóðraður — og sama máli gegndi
um önnur húsgögn sem stóðu upp við vegg, á bak við þau var
ekkert veggfóður!"
Eugene Salmi í „Reoder’s Digest’*.