Úrval - 01.08.1949, Síða 27
Þeir sem lesa þessa frásögn munu vafa-
laust hafa skiptar skoðanir um hvort
þar hafi verið að verki —
Forlög eða tilviljun?
Úr „Reader’s Digest“,
eftir Paul Deutschman.
AÐ eru tvær skýringar á því
er skeði sem afleiðing af
ferð Ungverjans Marcel Stern-
berger með neðanjarðarlest í
New York eftir hádegi hinn 10.
janúar 1948.
Sumir munu fullyrða, að hið
skyndilega hugboð Sternberg-
ers að heimsækja veikan vin
sinn 1 Brooklyn — og hinir
dramatísku viðburðir sem á eft-
ir komu — hafi verið röð ó-
venjulegra og ánægjulegra til-
viljana. Aðrir munu sjá í þeim
handleiðslu guðlegrar forsjónar.
En hver svo sem skýringin er,
skal hér greint frá staðreynd-
unum:
Sternberger er Ijósmyndari og
býr á Long Island, sem er út-
borg New York. Árum saman
hefur hann haft fyrir fasta reglu
að fara með lest frá Long Island
klukkan 9.09 á hverjum morgni
til Woodside, og þaðan með neð-
anjarðarlestinni inn í borgina.
Að morgni hins 10. janúar fór
hann upp í 9.09 lestina, eins og
venjulega. Á leiðinni tók hann
skyndilega þá ákvörðun að fara
í sjúkravitjun til Laszlo Victor,
ungversks vinar síns í Brook-
lyn. ,,Ég veit ekki hvers vegna
ég valdi einmitt þennan morg-
un,“ sagði Sternberger við mig
nokkrum vikum síðar. ,,Ég hefði
eins getað farið eftir vinnutíma.
En mér fannst hann mundi hafa
þörf fyrir uppörvun.“
Sternberger fór því úr lest-
inni við Ozone Park og í neðan-
jarðarlestina til Brooklyn, fór
heim til vinar síns og var hjá
honum fram um nónbil. Þá fór
hann í neðanjarðarlest inn i
borgina.
„Lestin var yfirfull,“ sagði
Sternberger við mig, „og það
virtist engin von um sæti, en
rétt um leið og ég kom inn,
spratt upp maður, sem sat við
dyrnar, og fór út úr lestinni,
en ég settist í sætið hans.
Ég er búinn að vera nógu
lengi í New York til að venja
mig af því að brjóta upp á sam-