Úrval - 01.08.1949, Qupperneq 29
FORLÖG EÐA TILVILJUN ?
27
ríkjanna í október 1947, réttum
þrem mánuðum áður en ég hitti
hann.
Allan tímann meðan hann tal-
aði, fannst mér frásögn hans
einhvern veginn kunnugleg. Allt
í einu fann ég skýringuna á því.
Ung kona, sem ég hafði nýlega
hitt á heimili kunningjafólks,
hafði líka verið frá Debrecen;
hún hafði verið send til Ausch-
witz; þaðan hafði hún verið flutt
til að vinna í þýzkum hergagna-
verksmiðjum. Ættingjar henn-
ar höfðu verið drepnir í gasklef-
unum. Seinna frelsuðu Ameríku-
menn hana og var hún flutt með
fyrsta flóttamannahópnum til
Bandaríkjanna 1946. Saga henn-
ar hafði fengið svo á mig, að
ég hafði skrifað hjá mér heim-
ilisfang hennar og símanúmer
í því skyni að bjóða henni að
kynnast f jölskyldu minni, ef það
mætti verða til að gleðja hana
í raunum hennar.
Það virtist óhugsandi, að
nokkurt samband væri milli
þessara tveggja manneskja, en
þegar lestin nam staðar á stöð-
inni sem ég átti að fara úr, á-
kvað ég að halda áfram og
spurði með rödd, sem ég vonaði
að væri hlutlaus: „Er fornafn
yðar Bela?“
Hann fölnaði. ,,Já,“ svaraði
hann. „Hvernig vitið þér það?“
Ég leitaði í fáti í vasabók
minni. „Hét konan yðarMarya ?“
Hann leit út eins og hann væri
að falla í öngvit. „Já! já!“ sagði
hann.
„Við skulum koma úr lest-
inni,“ sagði ég. Ég tók um hand-
legg hans á næsta áningarstað
og leiddi hann að símaklefa.
Hann stóð þar eins og í draumi
meðan ég leitaði að númerinu í
vasabókinni minni. Tíminn þang-
að til ég hafði náð sambandi
við konu að nafni Marya Paskin
virtist aldrei ætla að taka enda.
Þegar ég heyrði loks rödd henn-
ar, sagði ég henni hver ég væri
og bað hana að lýsa manninum
sínum. Hún varð undrandi við
þessa beiðni, en gaf mér lýsing-
una. Svo spurði ég hana hvar
hún hefði búið í Debrecen, og
hún gaf mér upp heimilisfangið.
Síðan bað ég hana að bíða
andartak, sneri mér að Paskin
og sagði: „Áttuð þið hjónin
heima í X-götu?“
,,Já!“ hrópaði Bela. Hann var
fölur sem nár og skjálfandi.
„Reynið að vera rólegur,“
sagði ég. „Það hefur skeð
kraftaverk. Hérna, takið símann
og talið við konuna yðar!“
4*