Úrval - 01.08.1949, Side 31
Gömul læknisráð geyma stundum vísdóm, sem
eðlisávísun aimennings hefur l'undið.
Lœkningar, hjátrú og vísindi.
Grein úr „Verden IDAG“,
eftir stud. med. Rolf Slungaard.
TtARÁTTA mannanna við
sjúkdómana og vandamál-
in í sambandi við þá, hefur frá
fyrstu tíð verið ofarlega í hug-
um þeirra. I nánu sambandi við
sjúkdómana var dauðinn og all-
ar þær hugmyndir, sem menn-
irnir gerðu sér um hann. Til-
hneiging frummannsins til að
persónugera alla hluti lýsti sér
m. a. í því, að hann kenndi sjúk-
dómana illum öndum. Veikindin
voru barátta milli illra og góðra
anda, og í þeirri baráttu varð
að gera allt, sem unnt var til
að hjálpa góðu öndunum og
bjarga þannig sjúklingnum. Sá
sem mest og bezt gat hjálpað
í þeim sökum, var galdra- eða
særingamaður ættbálksins. Hann
var ekki aðeins læknir í okkar
skilningi, heldur einnig prestur.
Trúarskoðanirnar voru sam-
tvinnaðar skoðunum um sjúk-
dóma og dauða. Galdramaður-
inn var meðalgöngumaður milli
mannanna og andanna og reyndi
að hafa áhrif á þá til góðs fyrir
mennina. Ráðin til þess voru
mörg; það voru særingar, galdr-
ar og fórnir, það voru læknandi
jurtir og dásamlegir drykkir og
margt annað, sem nútímamenn
hrista höfuðið yfir. Nú vitum
við, að sjúkdómarnir eru ekki
spilverk illra anda, heldur stafa
þeir af bakteríum og vírusum
eða breytingum í vef jum líkam-
ans og starfsemi þeirra. Við
þekkjum áhrif tiltekinna efna á
líkamann, og að nota má þau til
lækninga. Við hlæjum að hinum
görnlu læknisdómum og undr-
umst, að mennirnir skyldu nokk-
urn tíma leggja trúnað á slíkt.
Samt er það svo, að sumir
þessir læknisdómar voru áhrifa-
ríkir í nútímaskilningi. Með vís-
indalegum rannsóknum hafa
menn getað fundið í hverju á-
hrifamagn þeirra hefur verið
fólgið. Oft hefur það reynzt svo,
að það sem rannsóknirnar leiddu
í ljós að hefði lækningagildi, var