Úrval - 01.08.1949, Side 32
30
ÚRVAL
aðeins tilviljunarkennt aukaat-
riði í læknisdómum galdramann-
anna, þó að galdraþulur og sær-
ingar ættu að vera aðalatriðið.
Ein af elztu skurðaðgerðum,
sem þekkist, er hausborunin,
sem var í því fólgin, að skaf-
ið var eða borað gat á höfuð-
kúpuna. Þegar menn við forn-
leifagröft fundu höfuðkúpur
með stórum, reglulega löguðum
götum, var fyrst talið, að þau
hefðu verið gerð eftir dauðann,
og að hauskúpurnar hefðu ver-
ið notaðar sem verndargripir
gegn illum öndum. En við nán-
ari rannsóknir kom í Ijós, að á
sumum hauskúpunum voru göt-
in að miklu leyti samgróin, nýr
beinvefur hafði myndazt, sem
var sönnun um, að götin höfðu
verið gerð í lifanda lífi. Þá höll-
uðust menn að því, að götm
hefðu verið gerð sem liður í trú-
arlegri athöfn, en þegar í ljós
kom, að margar götóttú haus-
kúpurnar báru jafnframt merki
eftir höfuðkúpubrot, komust
menn á þá skoðun, að hausbor-
unin hefði verið einskonar lækn-
ísaðgerð. Menn með heilasjúk-
dóma voru í augum frummanna
haldnir illum öndum, og með því
áð bora gat á höfuðkúpuna, var
opnuð leið til að reka þá út
með særingum. Vafalaust hefur
þessi aðgerð oft gefið góða raun.
Margir sjúkdómar í heila valda
auknum þrýstingi í heilarúm-
inu, og fylgja honum miklar
höfuðkvalir. Með því að bora
gat á höfuðkúpuna opnuðu menn
ekki leið fyrir illa anda, heldur
var með því létt á þrýstingnum
og bötnuðu þá höfuðkvalirnar.
Aðgerðin er í fullu samræmi við
aðferðir nútíma heilaskurð-
lækna. Hauskúpuboranir eins og
forfeður okkar gerðu eru enn
í dag stundaðar á nokkrum Suð-
urhafseyjum. Eyjaskeggjar
hafa þó komizt einu skrefi
lengra, því að áður en aðgerðin
er framkvæmd, fær sjúklingur-
inn kókablöð til að tyggja. í
þeim er kókain, og aðgerðin fer
því fram við einskonar ,,deyf-
ingu“.
Með þessu erum við komin inn
á annað svið hinna fornu lækn-
isdóma, en það eru jurtalyfm.
Mörg af þeim lyf jum, sem við
notum til lækninga, hafa verið
notuð frá ómunatíð. Munurinn
er sá einn, að nú vitum við ná-
kvæmlega í hverju lækninga-
máttur þeirra er fólginn. Áður
fyrr var lækningamátturinn ekki
eingöngu talinn búa í jurtinni
sjálfri, heldur skipti einnig máli