Úrval - 01.08.1949, Side 32

Úrval - 01.08.1949, Side 32
30 ÚRVAL aðeins tilviljunarkennt aukaat- riði í læknisdómum galdramann- anna, þó að galdraþulur og sær- ingar ættu að vera aðalatriðið. Ein af elztu skurðaðgerðum, sem þekkist, er hausborunin, sem var í því fólgin, að skaf- ið var eða borað gat á höfuð- kúpuna. Þegar menn við forn- leifagröft fundu höfuðkúpur með stórum, reglulega löguðum götum, var fyrst talið, að þau hefðu verið gerð eftir dauðann, og að hauskúpurnar hefðu ver- ið notaðar sem verndargripir gegn illum öndum. En við nán- ari rannsóknir kom í Ijós, að á sumum hauskúpunum voru göt- in að miklu leyti samgróin, nýr beinvefur hafði myndazt, sem var sönnun um, að götin höfðu verið gerð í lifanda lífi. Þá höll- uðust menn að því, að götm hefðu verið gerð sem liður í trú- arlegri athöfn, en þegar í ljós kom, að margar götóttú haus- kúpurnar báru jafnframt merki eftir höfuðkúpubrot, komust menn á þá skoðun, að hausbor- unin hefði verið einskonar lækn- ísaðgerð. Menn með heilasjúk- dóma voru í augum frummanna haldnir illum öndum, og með því áð bora gat á höfuðkúpuna, var opnuð leið til að reka þá út með særingum. Vafalaust hefur þessi aðgerð oft gefið góða raun. Margir sjúkdómar í heila valda auknum þrýstingi í heilarúm- inu, og fylgja honum miklar höfuðkvalir. Með því að bora gat á höfuðkúpuna opnuðu menn ekki leið fyrir illa anda, heldur var með því létt á þrýstingnum og bötnuðu þá höfuðkvalirnar. Aðgerðin er í fullu samræmi við aðferðir nútíma heilaskurð- lækna. Hauskúpuboranir eins og forfeður okkar gerðu eru enn í dag stundaðar á nokkrum Suð- urhafseyjum. Eyjaskeggjar hafa þó komizt einu skrefi lengra, því að áður en aðgerðin er framkvæmd, fær sjúklingur- inn kókablöð til að tyggja. í þeim er kókain, og aðgerðin fer því fram við einskonar ,,deyf- ingu“. Með þessu erum við komin inn á annað svið hinna fornu lækn- isdóma, en það eru jurtalyfm. Mörg af þeim lyf jum, sem við notum til lækninga, hafa verið notuð frá ómunatíð. Munurinn er sá einn, að nú vitum við ná- kvæmlega í hverju lækninga- máttur þeirra er fólginn. Áður fyrr var lækningamátturinn ekki eingöngu talinn búa í jurtinni sjálfri, heldur skipti einnig máli
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.