Úrval - 01.08.1949, Síða 33
LÆKNINGAR, HJÁTRÚ OG VlSINDI
31
hvenær og hvar hún var tind,
auk margs annars.
Eitt mest notaða lyf nútím-
ans er digitalis. Það fannst ein-
mitt sem hinn virki þáttur í
,,kerlingarráði“ við vatnssýki
(bjúg). Digitalis er notað við
ýmsum hjartasjúkdómum, og
enn í dag tekur það fram öllum
öðrum hjartalyfjum. Það er
unnið úr jurtinni digitalis pur-
purea (á ensku foxglove — refa-
glófi).
Mörgum hjartasjúkdómum
fylgir, að vatn safnast fyrir á
ýmsum stöðum í líkamanum,
sem stafar af því, að blóðrás er
of treg. Almenningur kallar
þetta vatnssýki eða bjúg. Ef
hjartasjúkdómurinn batnar,
hverfur bjúgurinn, vatnið
hreinsast burt.
Sá sem á heiðurinn af því að
hafa fundið digitalis, var ensk-
ur læknir, Withering að nafni.
1 lok 17. aldar starfaði hann sem
héraðslæknir í Suður-Englandi.
Hann fékk veður af því að í
sveitinni væru nokkrar konur,
sem gætu iæknað vatnssýki, sem
fæstir læknar á þeim tímum gátu
gert. Þetta vakti áhuga Wither-
ings, og þegar hann kynnti sér
málið, komst hann að raun um,
að þær gáfu sjúklingunum jurta-
seyði, og að jurtin var engin
önnur en „refaglófinn". Og þar
með hafði hann fundið eitt af
ágætustu lyfjum okkar.
En skottulæknar hafa haft
ýms önnur lyf, sem við rann-
sókn hafa reynzt búa yfir raun-
verulegum læknisdómi. Á 16.
öld voru margar fjölkunnugar
konur víðsvegar í Evrópu, sem
gátu framkallað fósturlát með
því að gefa þunguðum konum
rúgkorn í langan tíma. En tala
rúgkornanna varð að vera ójöfn,
og þau urðu að vaxa á ákveðn-
um stöðum og við sérstök skil-
yrði. Síðari tíma rannsóknir
leiddu í ljós, að á þessum rúg-
kornum óx svepptegund, og að
í henni var efni, sem nefndist
ergótamín. Þetta efni, sem raun-
ar er eitrað, orsakar samdrátt
í leginu, og ef það er gefið í stór-
um skömmtum, getur það fram-
kallað fósturlát. Nú á tímum
er þetta efni notað til að örva
fæðingarhríðir hjá sængurkon-
um, ef þær eru of veikar.
Hér í Noregi hafa einnig ver-
ið til ráðagóðar konur. Eitt sinn
var kona í Egeberg, sem gat
læknað börn af ensku sýkinni
eða beinkröm. Lækningin var í
því fólgin, að barnið var látið
út á græna grund, og þar varð