Úrval - 01.08.1949, Page 35
LÆKNINGAR, HJÁTRtf OG VlSINDI
33
að súpa á flösku með Malaga-
víni á hverjum morgni, en eftir
að hann hafði tekið fyrsta sop-
ann, átti að fylla flöskuna með
ryðguðum nöglum eða öðru
ryðguðu járni. í allri vitleysunni
var sem sé eitt skynsamlegt ráð
við blóðleysi, en það var að
drekka seyðið af ryðgaða járn-
inu. Líkaminn þarfnast járns til
að framleiða rauða litarefnið í
rauðu blóðkornunum, og blóð-
leysi stafar oft af því, að líkam-
ann vantar þetta nauðsynlega
hráefni. Kjeld Berg gaf hinum
jómfrúgulu ungmeyjum járn, og
fór að því leyti alveg eins að
og nútímalæknar.
Af þessu má sjá, að stundum
var vit í hinum gömlu kerlinga-
bókum. En oftast urðu lækn-
ingarnar þó gagnslausar, og ef
sjúklingarnir urðu frískir, var
það oftast prátt fyrir lækning-
una. Oftast nær hafa þær senni-
lega verið meinlausar, og þegar
sjúkdómurinn batnaði af sjálfu
sér, var það þakkað læknmg-
unni. Það gaf hjátrúnni byr und-
ir vængi, og þegar hún hefur
náð að festa rætur, er erfitt
að uppræta hana. Enn í dag er
hún við lýði, þó að hún sé ekki
eins og á miðöldunum. Enn leita
menn ráða hjá skottulæknum,
andalæknum o. fl. Enn kaupir
veikt fólk allskonar undarlegar
pillur, mixtúrur og smyrsl, seni
auglýst eru í misjafnlega áreið-
anlegum blöðum og tímarit-
um.*) Enn eru uppi hreyfingar
og sértrúarflokkar, sem telja
sig hafa fundið hina einu réttu
leið til heilbrigði. Enn þann dag
í dag læra börnin í skólunum
kraftaverkasögur um lækning-
ar í biblíusögunum. En undrin
skeðu ekki aðeins í Gyðinga-
landi fyrir 2000 árum. Þau eru
að ske enn í dag, á hverjum degi
víðsvegar um heim. Hver sá sem
séð hefur áhrifin af mörgum
hinna nýju læknislyf ja, hvað af-
reka má með hinni nýju tækni
í skurðlækningum, er ekki í
vafa um, að hér eru á ferð und-
ur, sem taka langt fram þeim,
er börnin lesa um í biblíusög-
unum. Það eru ekki aðeins fáir,
sem njóta góðs af þeim, heldur
þúsundir, miljónir. Og þessi
undur munu halda áfram að ske
á hverjum degi eins lengi og
við viljum.
Þó að nútíma læknisfræðin
hafi komizt langt með ,,undr-
um“ sínum, er mikið ógert enn.
*) Samkvæmt íslenzkum lögum er
óheimilt að auglýsa lyf. — Þýð.