Úrval - 01.08.1949, Side 37
Lýsing á hinum merkilegu örlögum (lanska
málarans Einars Wegener.
•••• ! ■■
, • • ••■ ■ '•• j - • • / • .
Maðurinn9 sem varð kona.
Grein úr „Mandens Blad“,
eftir Poul Knudsen. f” ~:n,..
■fvEGAR ungu hjónin Gerða og
Einar Wegener settust að
í París tveim árum fyrir fyrri
heimsstyrjöld, höfðu þau aflað
sér álits hér heima í Danmörku.
Einar hafði þegar um tvítugt
hlotið málaraverðlaun Neuhau-
sens og naut álits fyrir myndir
sínar, sem voru bjartar og lit-
auðugar, og Gerða naut hylli
sem mannamyndamálari og
teiknari við dagblaðið Politiken.
Menn dáðust að — eða hneyksl-
uðust á — hinum glæsilegu
dráttmyndum hennar og hinum
frumlega skilningi hennar á
konunni sem ísmeygilegri, katt-
mjúkri veru og manninum sem
gljástroknum heimsmanni. Á
þessum frjálsu tímum, áður en
stríðið fór að fara um menn hin-
um ómjúku höndum sínum, var
list hennar ímynd hins léttúð-
uga áhyggju- og kæruleysis, sem
einkenndi síðustu árin fyrir
stríðið.
I hópi alvarlegra listamanna
í Kaupmannahöfn naut Einar
meira álits en Gerða, en er til
Parísar kom, tók Gerða ótVí-
rætt forustuna, sem ekki er óál-
gengt um málarahjón; míiðúr-
inn trassar sína vinnu til að
hjálpa konunni áfram.
Þegar ég hitti Einár í París
1925, fannst mér ógeðfelld hin
ýkjufulla kurteisi hans og hrós-
mælgi, en hin heilbrigða dóm-
greind hans á menn og listir
var mér einkar geðfelld. Hann
var mjög sjálfstæður í skoðun-
um og hélt þeim fram rökfast
og einarðlega. Þó að hann væri
áberandi kvenlegur, var hann
alls ekki haldinn þeim lesti, sem
mjög var útbreiddur á þessum
árum, en það var kynvilla. Kven-
leiki hans var miklu frekar ein-
kenni um fínleik ættarinnar en
truflun á kyneðli.
í litlu vinnustofunni þeirrá,
skammt frá Montparnasse, bar