Úrval - 01.08.1949, Síða 38
36
ÚRVAL
Einar Wegener eins og hann leit
út þegar hann settist að í París
ásamt Gerðu konu sinni.
andrúmsloftið öll helztu ein-
kenni Parísar. Tíminn, þessi
voðaskelfir mannanna, virtist
ekki eins grimmúðugur þar og
annars staðar. Vínið var hið
sama og fyrir fimmtíu árum og
umræðuefnið einnig, aðeins
með þeirri breytingu, að við
höfðu bætzt nokkur ný slagorð
og nýir „ismar“. I slíkum hópi
var Einar í essinu sínu. Hann
hló og skemmti sér, rabbaði og
rökræddi, og mælti fram and-
rík spakmæli og þversagnir, en
Gerða sat við málaragrind sína
og málaði, og tók aðeins þátt í
umræðunum þegar hún þurfti
að kveikja sér í nýrri sígarettu.
I augum gestsins var þetta
lítið listamannaheimili, styrkt
böndum hins borgaralega hjóna-
bands, í markvissri framsókn til
fremstu línu í hinni stóru fylk-
ingu listmálara Parísarborgar.
Það var huggun í baráttunni, að
frægustu málarar Parísar voru
útlendingar: van Dongon Hol-
lendingur, Picasso Spánverji og
Fujita Japani. Hví skyldi Dan-
mörk litla ekki einnig geta látið
til sín taka?
Mér varð ónotalega við, þegar
Einar Wegener gerði mig að
trúnaðarmanni sínum kvöld eitt
er við sátum á kaffihúsi. Við
höfðum ekki þekkzt lengi; ég
hafði varla heimsótt hann oftar
en tíu sinnum, og tilefni heim-
sóknanna hafði næstum alltaf
verið leiktjöld, sem Gerða mál-
aði, og sem Einar var jafnáhuga-
samur um og hún. Nú fór hann
allt í einu að tala um sjálfan
sig: „Sjáðu tU, ég er ekki eins
og aðrir menn . . . nei, ég er
allt öðruvísi. Þegar skólabræð-
ur mínir léku sér að tinsoldát-
um, lék ég mér .að brúðum; ég