Úrval - 01.08.1949, Blaðsíða 39

Úrval - 01.08.1949, Blaðsíða 39
MAÐURINN, SEM VARÐ KONA 37 blygðaðist mín fyrir það, og eldri bræður mínir skömmuðu mig fyrir það. En mamma hugg- aði mig. Þegar við vorum ein, klæddi hún mig í ballkjól syst- ur minnar, og mér fannst dásam- legt að vera lítil stúlka; við gáf- um þessari litlu stúlku nafnið Lilly. Strax á þeim árum fannst mér, að föt karlmannanna væru smekklaus og klunnaleg í sam- anburði við hina mjúku flauels- og silkikjóla kvenfólksins. Þetta mun hafa átt sinn þátt í því, að ég varð málari: mér var nautn að því að hylja grófan, ljótan strigann fögrum litum, rósrauð- um, f jólubláum og grænum. Eða að klæða sjálfan mig í þessa liti, ó, þú veizt ekki hve sæll ég er, þegar ég er klæddur eins og kvenmaður!“ Ég leit á hann til að ganga úr skugga um, hvort hann væri drukkinn. En hann mætti augna- ráði mínu allsgáður. ,,Já, þú skalt ekki iáta þér bregða þó að þú hittir unga stúlku ein- hvern tíma þegar þú kemur í heimsókn, stúlku sem Gerða kynnir þér undir nafninu Lilly. Menn segja að hún sé glæsileg stúlka, skemmtileg og lagleg. Kannski verður þú einhvern tíma hrifinn af henni sjálfur; Málverk af Einari Wegener sem Lilly Elbe, eftir Gerðu Wegener. það eru hreint ekki svo fáir sem hafa beðið hennar.“ Hann brosti afsakandi, og ég saup á glasinu mínu og andvarpaði með sjálf- um mér: „Hann er þá . . .“ En hann las strax hugsanir mínar og mótmælti þeim harð- lega. Kynvilla var viðbjóður í hans augum. Nei, örlög hans, harmsaga hans var allt önnur. „Ég er tvær manneskjur: karl- maðurinn Einar Wegener, sem þú þekkir, og ung stúlka, Lilly, sem þú þekkir af beztu mynd-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.