Úrval - 01.08.1949, Blaðsíða 39
MAÐURINN, SEM VARÐ KONA
37
blygðaðist mín fyrir það, og
eldri bræður mínir skömmuðu
mig fyrir það. En mamma hugg-
aði mig. Þegar við vorum ein,
klæddi hún mig í ballkjól syst-
ur minnar, og mér fannst dásam-
legt að vera lítil stúlka; við gáf-
um þessari litlu stúlku nafnið
Lilly. Strax á þeim árum fannst
mér, að föt karlmannanna væru
smekklaus og klunnaleg í sam-
anburði við hina mjúku flauels-
og silkikjóla kvenfólksins. Þetta
mun hafa átt sinn þátt í því, að
ég varð málari: mér var nautn
að því að hylja grófan, ljótan
strigann fögrum litum, rósrauð-
um, f jólubláum og grænum. Eða
að klæða sjálfan mig í þessa liti,
ó, þú veizt ekki hve sæll ég er,
þegar ég er klæddur eins og
kvenmaður!“
Ég leit á hann til að ganga
úr skugga um, hvort hann væri
drukkinn. En hann mætti augna-
ráði mínu allsgáður. ,,Já, þú
skalt ekki iáta þér bregða þó
að þú hittir unga stúlku ein-
hvern tíma þegar þú kemur í
heimsókn, stúlku sem Gerða
kynnir þér undir nafninu Lilly.
Menn segja að hún sé glæsileg
stúlka, skemmtileg og lagleg.
Kannski verður þú einhvern
tíma hrifinn af henni sjálfur;
Málverk af Einari Wegener sem
Lilly Elbe, eftir Gerðu Wegener.
það eru hreint ekki svo fáir sem
hafa beðið hennar.“ Hann brosti
afsakandi, og ég saup á glasinu
mínu og andvarpaði með sjálf-
um mér: „Hann er þá . . .“
En hann las strax hugsanir
mínar og mótmælti þeim harð-
lega. Kynvilla var viðbjóður í
hans augum. Nei, örlög hans,
harmsaga hans var allt önnur.
„Ég er tvær manneskjur: karl-
maðurinn Einar Wegener, sem
þú þekkir, og ung stúlka, Lilly,
sem þú þekkir af beztu mynd-