Úrval - 01.08.1949, Blaðsíða 44
42
ÚRVAL
mestu, unz hún heimsótti mig
dag einn. Eftir nokkur inngangs-
orð, — tilbrigði við hið eilífa
viðlag um hin nýju svið sálar-
lífsins, — sagði hún mér, að
hún hefði tekið mikilvæga á-
kvörðun. Hún ætlaði að láta
gera á sér nýjan uppskurð, sem
átti að gera henni kleift að ala
börn. Hún gaf í skyn, að hún
yæri ástfangin í manni.
Þó skömm sé kannski frá að
segja, fannst mér þetta ógeð-
fellt, nánast ósmekklegt, og mér
var ekki ljóst hver tilgangurinn
var. Að blundandi móðurtil-
finning væri hér að verki, ef-
aðist ég um. Sennilegra fannst
mér, að það væri löngun hennar
til að auðga frekar reynslu sína.
Ég réði henni eindregið frá
þessu — en það stoðaði ekki og
daginn eftir fór hún til Dresden.
Lilly var svo skorin upp í
þriðja sinn, og nú hófst hræði-
jega kvalafullur reynslutími. f
fyrstu var Lilly mjög .vongóð,
en er frá leið varð henni ljóst
hvert stefndi. 1 síðasta bréfinu
til mín skrifaði hún: ,,Nú veit
ég að dauðinn nálgast. Mig
dreymdi mömmu í nótt. Hún tók
mig í faðm sinn og kallaði mig
Lilly.“
Oft hafði hún spurt sjálfa sig
og aðra, hvort móðir hennar
elskuleg mundi hafa þótt vænna
um barnið sitt sem litla telpu
en sem lítinn dreng. Nú hafði
þessi draumur fært henni svarið.
Eftir fyrsta uppskurðinn i
Dresden höfðu Gerða og Einar
beðið mig að skrifa bók um hin
sérkennilegu örlög Lilly, en ég
neitaði því á þeirri forsendu,
að hún mundi aðeins verða tek-
in sem kitlandi æsiskrif. Aftur
á móti lofaði ég þeim, að ein-
hvern tíma, ef vandamál þessi
— hormónarannsóknir og kirtla-
ágræðsla — bæri opinberlega á
góma — skyldi ég skrifa eitt-
hvað um álit mitt á þeim út frá
kynnum mínum af þeirri reynslu
sem þau höfðu orðið fyrir.
• V •
Siðprúð stúlka eltir ekki karlmenn; 'sama er að segja um
n gildruna, hún eltir ekki mýsnar.
pi.
— Exchange Express.