Úrval - 01.08.1949, Page 48
46
ÚRVAL
ann er hægt að fá þar ótak-
markað. Þessu er öfugt farið í
Prag. Verk Marx, Lenins og
Stalins eru þar oft á tíðum ó-
fáanleg, og það er ekki eingöngu
vegna skyldulesturs.
Auðvitað una margir þessu
miður vel. Þeir una því illa að
öll blöðin sem út koma skuli vera
kommúnistisk og fylgjandi
stjórninni. Þeir kjósa heldur
frjáls blöð og fjörugar rökræð-
ur. En samt er það álit flestra
Tékka, að byltingin hafi komið
í veg fyrir stríð, að hið nýja
stjórnarfyrirkomulag muni
vara, og þeir haga sér eftir
kringumstæðunum eins og bezt
þeir geta.
Land með jafngóðu.m lífs-
kjörum og alþýðumenntun og
Tékkóslóvakía, með svo stóra
stétt iðnaðarverkamanna, til-
tölulega áhrifalitla klerkastétt
og önnur ,,afturhaldsöfl“, traust
efnahagskerfi og þjóð sem að
eðlisfari er ekki sérlega upp-
reisnargjörn, ætti að vera óska-
land hvers þess sem reyna vildi
kenningar Lenins í framkvæmd.
Verkalýðsstéttin hjálpaði núver-
andi stjórn til valda og er nú
að framkvæma það sem Dimit-
rov kallaði nýlega ,,alræði ör-
eiganna". Það er engin tilviljun
að Gottwald forseti bar ekki
fram í hinni löngu ræðu sinni á
fundi miðstjórnar kommúnista-
flokksins í nóvember síðastliðn-
um neinar kröfur um „réttlát-
ar, frjálsar kosningar“ að vest-
rænni fyrirmynd. I kommúnista-
flokki Tékkóslóvakíu eru engir
fylgjendur frjálsra kosninga.
Verkamennirnir eru auðvit-
að eftirlætisbörn hinnar nýju
stjórnar. Meðlimatala kommún-
istaflokksins er um tvær og hálf
miljón, og þegar þess er gætt
að íbúatala landsins er 12 milj-
ónir, er hann sennilega stærsti
kommúnistaflokkur í heimi.
Hann er raunverulega alltof
stór. Að undangengnum rann-
sóknum sem nú standa yfir inn-
an flokksins eru margir þeirra
sem af hentisemi gengu í flokk-
inn eftir febrúarbyltinguna
strikaðir út af meðlimaskránni,
og sömu örlög munu bíða fleiri.
Það er einkennandi fyrir hugs-
anagang vestrænna lýðræðis-
sinna að halda að verkalýður-
inn sjái eftir að hafa stutt Gott-
wald og menn hans til valda
fyrir einu ári. Þess er að vísu
krafizt af verkamönnum að
þeir vinni meira en áður, en
þeir fá líka mikið fyrir stritið.
Þeir fá aukaskammta bæði af