Úrval - 01.08.1949, Qupperneq 49
FRÁ TÉKKÓSLÓVAKlU
47
mat og fatnaði og ýmsu öðru.
Jafnvel þegar um menntun er
að ræða hafa þeir forréttindi,
því að ætlunin er að lyfta veru-
legum hluta verkalýðsins á
hærra menntanarstig.
En það verður að auka fram-
leiðsluna. Aðalritari kommún-
istflokksins, Rudolf Slanski, orð-
ar það þannig: „Félög okkar
verða að berjast gegn verka-
mönnum, sem eru slakir við
vinnu og gamaldags í hugsunar-
hætti.“ Strangar ráðstafanir eru
gerðar gegn skrópi og of tíðum
vistaskiptum. Aðalritari alþýðu-
sambandsins benti nýlega á, að
,.frídagar með fullum launum
hafa áður verið gefnir í svo
stórum stíl, að það er næstum
ofvaxið efnahag vorum.“ Verka-
menn hefðu raunverulega f jögra
vikna frí í stað viku eða hálfs
mánaðar eins og tíðkast. í auð-
valdslöndum, og í skóiðnaðinum
einum næmu laun greidd á frí-
dögum andvirði l1/^ miljón para
af skóm, sagði aðalritarinn, og
fjarverur jafngiltu 900 miljón-
um króna. „Það sem við þörfn-
umst nú,“ sagði hann ,,er efna-
hagsleg febrúarbylting.“
Þessi efnahagsbylting var
einnig meginefnið í ræðu Zapo-
tocky á fundi miðstjómarinnar.
Hann lagði áherzlu á, að launa-
hækkunin hefði orðið miklu
meiri en framleiðsluaukningin,
og slíkt væri engum í hag. Það
gengi ekki að launin ,,ætu upp“
framleiðsluaukninguna. Auk
þess yrði að mynda sjóði til f jár-
festingar, því að ef þjóðin bætti
ekki og yki framleiðsluna, ihundi
hún ekki geta keppt við önnur
lönd og keypt nauðsynleg hrá-
efni. Þrátt fyrir brottvikningu
Súdeta-Þjóðverja hefði iðnaðar-
framleiðslan aukizt um 10%
síðan 1937, en tala iðnaðar-
verkamanna væri aðeins 94%
miðað við 1937. Aftur á móti
hefði skrifstofumönnum og
stjórnendum einkafyrirtækja
og ríkisfyrirtækja fjölgað um
40% á sama tíma. Nauðsyn bæri
því til að beina nokkru af þessu
vinnuafli til iðnaðarins. Þess
yrði ekki krafizt, að menn ynnu
eftirvinnu eða helgidagavinnu,
en allir yrðu að vinna samvizku-
samlega 8 tíma á dag, einnig
á laugardögum, og var hið síð-
astnefnda nýlunda í mörgum
iðngreinum.
Svo er það ,,hreinsunin“.
Slanski aðalritari gaf til kynna
hver væri hin raunverulega á-
stæða til hreinsunarinnar í há-
skólunum, þegar hann sagði: