Úrval - 01.08.1949, Blaðsíða 52
Engin saga mun hafa verið þýdd á
eins mörg tungumál og —
Sagan af Róbinson Krúsó.
TJr formála að bókinni „Robinson Crusoe and A Journal of the
Plague Year“,
eftir Louis Kronenberger.
Ó að Róbinson Krúsó sé
heimsfræg bók, er hún ekki
handa fullorðnum, heldur fyrst
og fremst drengjabók. Það er
bók sem næstum allir hafa les-
ið, þó að sumir muni kannski
ekki eftir að hafa lesið hana;
og hún er, eða var til skamms
tíma, eins mikill hluti af bernsku
hvers einasta drengs og veru-
leikinn sjálfur.
Samt fór svo fyrir mér, þeg-
ar ég las Róbinson Krúsó aft-
ur fyrir nokkrum árum, að ég
hreifst með. Á meðan Róbinson
er bundinn á eyjunni sinni, er
Iesandinn það líka, því að þar er
hann í návist meistaraverks,
eða jafnvel þess sem kalla mætti
kraftaverk.
Því að hversu ömurlegt sem
Iíf eins manns á eyðieyju hlýtur
að vera, þá dettur engum í hug
að líta á Róbinson frá því sjón-
armiði. Defoe vekur ekki hjá
okkur meðaumkun með honum,
heldur öfund til hans. Róbinson
er konungur í ríki sínu; það sem
var í raun og sannleika óyfir-
urstíganlegir erfiðleikar, er
hvað eftir annað látið breytast
í gullin tækifæri. Þetta er eng-
inn vesalingur, sem er dæmdur
til að vera einn á eyðieyju, afla
sér fæðu og varast mannætur.
Hann er miklu fremur maður
sem hefur heila eyju fyrir leik-
fang, sem má byggja sér eins
marga bústaði og leikföng og
hann Iystir, reika eins og kon-
ungur um skóga sína, sigla með-
fram strönd sinni, smala geit-
um sínum, hirða uppskeru sína
og rannsaka skipið með tilliti
til ránfengs. Það er eitthvað í
ætt við morgun lífsins; og þó
hefur Róbinson auk þessara
ónumdu tækifæra hins fyrsta
manns, alla hina rótgrónu þekk-
ingu og leikni, sem kynslóð fram
af kynslóð hefur safnazt fyrir í
Bretanum. Það er heilbrigð og