Úrval - 01.08.1949, Side 54
52
ÚRVAL
þeirri staðreynd að saga Róbin-
sons eru svo hrífandi skemmti-
leg, einmitt af því að Róbinson
er sjálfur svo ótrúlega leiðinleg-
ur. Hann hefði aldrei getað gert
það sem hann gerði, ef hann
hefði ekki verið eins og hann
var. Til þess að geta skapað
annað England, varð hann að
hafa óbilandi trú á fyrirmynd-
inni. Af öllum hinum miklu
söguhetjum heimsbókmennt-
anna yrði sennilega engin eins
þrautleiðinleg holdi klædd og
Róbinson Krúsó. Hann er ger-
sneyddur kímnigáfu, persónu-
töfrum, hugmyndaflugi og víð-
sýni. Hann er smásmugulegur,
hræsnisfullur og þumbaralegur.
En jafnframt því sem hann hef-
ur til að bera næstum allt sem
er þyrrkingslegt og gróft í
brezkri manngerð, er hann
gæddur öllum aðdáunarverðustu
eiginleikum Bretans. Hann er
ótrauður, hagsýnn, rólegur og
sjálfbjarga — ímynd og kjarni
þeirrar þjóðar, sem telur það
ókarlmannlegt að kvarta, og ó-
sæmilegt að hlakka yfir óför-
um annarra.
Menn hafa tekið eftir því,
hve Defoe hefur verið snjall að
fá Róbinson Krúsó í hendur í
upphafi aðeins þau tæki sem
hann þurfti nauðsynlega til að
geta haldið í sér lífinu, og gert
það þægilegt er frá liði. Við
þetta vildi ég bæta, að Defoe
vissi líka, hvenær einverunni
átti að ljúka. Því að um síðir
kemur að því að Róbinson er
kominn eins langt á braut menn-
ingarinnar og hann getur, eða
okkur þykir gaman að. Það er
á þeim stað í venjulegri skáld-
sögu, sem söguhetjan er, eftir
harða baráttu og mikinn undir-
búning, reiðubúinn að taka sér
maka. Defoe getur ekki boðið
Róbinson konu; enda þarf hann
þess ekki. Góður félagi nægir
— lesendunum að minnsta kosti.
Og sjá! I sandinum birtist
þetta eina fótspor, sem er enn,
eftir tvær aldir, stærri og æsi-
legri viðburður en öll fingraför
í beztu leynilögreglusögum nú-
tímans. Og von bráðar kemur
fram á sjónarsviðið villimaður-
inn, sem er allra þjóna frægast-
ur. Eftir að Róbinson hefur
fengið Frjádag til að ala upp
og kenna, hefst annar aðalþátt-
urinn í hlutverki hans sem Eng-
lendings. Hann er áður búinn
að skapa England í hnotskurn;
nú hefst stofnun brezka heims-
veldisins; með tilstyrk Frjádags