Úrval - 01.08.1949, Page 58
56
TÍR VAL
hvatti hann þá til að endurskoða
af stöðu sína til tollmála, innf lutn-
ingstakmarkana, verndartolla
o. s. frv. Hann sagði að ame-
rískir iðjuhöldar yrðu nú að
gera sér ljóst, að hinn áætlaði
5 miljarð dollara útflutningur
til Evrópu 1952 væri aðeins
framkvæmanlegur, ef Banda-
ríkin kaupa vörur fyrir sömu
upphæð! Fyrir stríðið seldu
Bandaríkin að meðaltali fyrir
1100 miljón dollara til hvers
Marshalllands, en keyptu aðeins
fyrir 600 hundruð miljónir.
Siðan hafa Evrópulöndin, eink-
um þó England, misst 2 milj-
arða dollara tekjur af erlendum
inneignum, sem stríðið gleypti.
Hin gamla útflutningspólitík
Bandaríkjanna getur bókstaf-
lega ekki haldið áfram.
Gagnrýnin í ársskýrslunni
beinist m. a. að skortinum á
samræmingu milli útflutnings-
og framleiðsluáætlana hinna
einstöku Marshalllanda. Lítum
á nokkur dæmi. England er í
lykilaðstöðu gagnvart áætlun-
um flestra Marshalllandanna.
Möguleikar Danmerkur á að
afla sér dollara eru t. d. háðir
því að hún geti breytt sterl-
ingspundainneign sinni, sem
fæst af hagstæðum greiðslu-
jöfnuði við England, í dollara.
Sama gegnir um mörg önnur
lönd. Þessvegna eru framtíðar-
áætlanir Englendinga mjög þýð-
ingarmiklar fyrir endurreisnar-
áform Evrópu. Englendmgar
áætla halla sinn í viðskiptum við
dollarasvæðið árið 1952 291
miljón dollara. Verzlunin við
sterlingsvæðið á aftur á móti
að gefa 861 miljón dollara og
af því eiga að koma frá Mar-
shalllöndunum í Evrópu 49 milj-
ónir dollara. Til allrar óham-
ingju hafa þessi lönd að sínu
leyti einnig reiknað með hag-
stæðum greiðslujöfnuði við Eng-
land, sem auk þess á að vera
hægt að breyta úr sterlings-
pundum í dollara.
Greiðslujöfnuður þessaia
landa við England var fyrir
stríð hagstæður um 600 milj-
ónir dollara. Það er því ekki
nema eðlilegt að þau reikni með
því í áætlunum sínum, eða rétt-
ara sagt voni, að geta horfið
aftur til þessara gömlu, góðu
tíma. En England hefur sem
sem sagt reiknað gagnstætt.
Það er augljóst, að áætlun Eng-
lands — ef hún heppnast, sem
ekki er líklegt — mun ef til vill
leysa vandamál Englands sjálfs,
en ekki vandamál Evrópu sem