Úrval - 01.08.1949, Side 61
ENDURREISNARÁÆTLANIR
59
inum. Yfirleitt hefur fjárfest-
ing stórra amerískra einkafyrir-
tækja í útlendum iðnaði, eink-
um þeim iðnaði sem skammt er
á veg kominn, aukizt geysilega
og var 1947 komin upp í 700
miljónir dollara. Þessi fram-
leiðsluaukning víðsvegar í heim-
inum hlýtur að draga úr mögu-
leikum Marshalllandanna til út-
flutnings.
Ýms önnur dæmi um skort á
samræmingu í áætlunum eru
augljós. 1 Svíþjóð er t. d. doll-
araskortur og útflutningur á
tréefni til pappírsgerðar fer
þverrandi, jafnframt því sem
Bandaríkjamenn höggva tvö-
falt meira timbur í skógum sín-
um en vextinum nemur. Danir
vilja flytja út verðmætar land-
búnaðarvörur til Þýzkalands,
en verða að lækka verðið niður
í það sem fáanlegt er annars
staðar. Loks ber að geta þess,
að núverandi erfiðleikar Evrópu-
landanna eru að miklu leyti að
kenna hinu háa verði á ame-
rískum matvælum. En þegar það
lækkar, munu amerískar iðnað-
arvörur einnig lækka í verði og
samkeppnin við evrópskar iðn-
aðarvörur aukast. Úr þeirri átt
er því ekki hægt að reikna með
bata.
Af öllum þessum ástæðum
hefur efnahagsnefnd Evrópu
(ECE) oft og mörgum sinnum
í skýrslum sínum
1) bent á nauðsyn betri sam-
rœmingar á endurreisnar-
áætlunum hinna einstöku
landa og
2) lagt áherzlu á mikilvœgi
þess að auka verzlunina
milli Vestur- og Austur-
Evrópuella muni lífs-
kjörin í Vestur-Evrópu
versna að mun eftir 1952.
I septemberskýrslu sinni hef-
ur ECE aftur lagt áherzlu á
þetta og lagt fram útreikninga,
en eftir þeim eiga 8 Austur- og
Mið-Evrópulönd að geta aukið
landbúnaðarframleiðslu sína að
miklum mun. Ef framleiðslugeta
þessarar landa gæti orðið jafn-
mikil og Austur-Þýzkalands var
áður, myndu þessi 8 lönd (Sovét-
ríkin ekki meðtalin) geta fram-
leitt 12 miljón lestir meira af
brauðkorni, eða meira en allur
innflutningur Vestur-Evrópu-
landanna var fyrir stríð!
Vestur-Evrópa er tvímæia-
laust illa sett, jafnvel þótt horft
sé langt fram í tímann, því að
hún er svo mjög háð innflutn-
ingi á hráefnum og matvælum,
jafnframt því sem lönd þau er
8*