Úrval - 01.08.1949, Side 64
62
ÚRVAL
til að kynna sér bókmenntir
Eskimóa, þjóðsögur Magyara
eða einhver austurlenzk fræði,
er enginn annar vandinn en að
snúa sér til safnsins og fá sér
rit um þessi efni.
Að vísu lánar safnið ekki út
bækur, en hinn stóri, hring-
myndaði lessalur, sem tekur um
500 manns, er mjög þægilegur
og haglega útbúinn. Lessalurinn
er einkum ætlaður fræðimönnum
og vísindamönnum, sem þurfa
að nota safnið, en að öðru leyti
er öllum heimill aðgangur, ef
þeir hafa áður sótt skriflega um
leyfi til að lesa þar. Auk þess
er annar lessalur, sem tekur 100
manns, en þar eru geymdar fá-
gætustu bækurnar.
Þegar maður biður um bók,
tekur nokkrar mínútur að ná
í hana — og það er ekki lang-
ur tími, þegar þess er gætt, að
það verður að leita að henni inn-
an um 5 milljónir annarra bóka.
En óþarfi er að láta sér leiðast
á meðan, því að um 20 þús. bæk-
ur eru í sjálfum lessalnum.
Fyrir styrjöldina sóttu um
800 manns lessalinn dag hvern,
en nú ekki nema 500, enda þótt
aðsóknin fari vaxandi.
Bókaverðirnir skýra frá því,
að sumir ,,fastagestir“ safnsins
hafi lesið þar daglega í meira
en tuttugu ár. Sá siður, að leita
í skjalatöskum safngesta, sem
viðhafður er í mörgum útlend-
um bókasöfnum, tíðkast ekki i
British Museum.
Það segir sig sjálft, að það
þarf mikinn starfsmannafjölda
til að annazt svo stórt safn. Við
bókasafnið starfa 150 manns og
auk þess um 100 bókbindarar.
Ennfremur vinnur hópur manna
að samningi ritaukaskrár og við
endurskoðun 1400-binda aðal-
bókaskrárinnar.
Dagblaðasafnið er til húsa í
Colindale, og þar er hægt að sjá
eintök flestra blaða, sem út hafa
komið. Elzta blaðið er „Venetian
Gazette" frá 1570.
Tónlistarunnendur halda því
fram, að tónsmíðasafn British
Museum sé það fullkomnasta í
heimi. Nýlega keypti það hið
fræga Hirsch-safn fyrir rúma
hálfa þriðju milljón króna, og
Konunglega tónsmíðasafnið, sem
geymir m. a. mörg handrit Hán-
dels, árituð af honum sjálfum,
er nú í umsjá British Museum.
Tvær og hálf milljón króna
virðist vera mikið verð fyrir tón-
smíðasafn. En safnið greiddi
sömu upphæð fyrir eina bók —
Biblíuna, Codex Sinaiticus, sem