Úrval - 01.08.1949, Blaðsíða 66
URVAL,
-64
neikvæð svör hjá konum sem
notið höfðu æðri menntunar.
Mikill munur var á afstöðu
mæðra og barnlausra kvenna ;
af þeim konum, sem kváðust
giftast mönnum sínum aftur,
voru mæðurnar í miklum meiri
hluta, aftur á móti varð ekki
séð að það hefði nein áhrif,
hvort börnin voru eitt eða fleiri.
Næstum allar konurnar, sem
töldu sig reiðubúnar að giftast
mönnum sínum aftur, töldu
hjónaband sitt hamingjusamt
eða mjög hamingjusamt. Ham-
ingjusöm hjónabönd voru al-
gengari meðal kvenna sem höfðu
ekki gifzt mjög ungar (ekki
innan 22 ára) og sem höfðu
þekkt mann sinn minnst eitt
ár áður en þær giftust honum.
Margar konurnar bættu per-
sónulegum athugasemdum við
svörin, og næstum allar þær
sem svöruðu neitandi fundu
hvöt hjá sér til að gefa skýringu
á því hversvegna hjónaband
þeirra væri óhamingjusamt.
Tíðustu gallar „misheppnaðra“
eiginmanna voru taldir (í þess-
ari röð): eigingirni, hugsunar-
leysi, aðfinnslur við konuna, dað-
ur (við annað kvenfólk), skort-
ur á virðingu, drykkjuskapur og
eyðslusemi. Fjögur hundruð
konur kvörtuðu undan því að
menn þeirra „segðu aldrei neitt. '
Ross prófessor og meðstarfs-
menn hans hafa byrjað sams-
konar rannsóknir meðal kvæntra
manna. Enn hafa aðeins 12000
menn verið spurðir, en af svör-
um þeirra má greinilega ráða,
að tiltölulega færri karlmenn
verða fyrir vonbrigðum í hjóna-
bandi sínu en konur. Hundraðs-
tölurnar eru eins og hér segir:
eiginmenn eiginkonnr
„Já“........... 63 59
„Sennilega" . . 20 16
„Nei“.......... 13 16 -
„Veit ekki“ . . 4 9
Þriðja hver kona viðurkenndi,
að hjónaband sitt hefði ekki orð-
ið eins hamingjusamt og hún
hafði vænzt, en aðeins sjöundi
hver karlmaður lét í ljós sams-
konar vonbrigði. Einnig kom í
ljós, að tiltölulega fleiri eigin-
menn, sem kvæntust eftir þrít-
ugt urðu hamingjusamir, eii
hinir sem kvæntust yngri. Tíð-
ustu gallar kvenna voru að áliti
eiginmanna eyðslusemi og slæra
heimilis- og hússtjórn. Margir
menn kvörtuðu auk þess undan
afbrýðisemi eiginkvenna sinna.
Aftur á móti kvörtuðu mjög
fáar konur um slíkt.
John B. Ellis í „Politikens Magasin