Úrval - 01.08.1949, Qupperneq 68
66
tJRVAL
um hægðum“. En um eitt voru
flestir sjúklingarnir sammála:
hvítkálssafi var ekki ljúffengur
drykkur. „Sumir sjúklingarnir,"
sagði dr. Cheney, „gátu ekki
komið niður nema rúmum hálf-
um lítra á dag fyrst.“ Hinn grá-
græni safi,“ sagði einn af sjúk-
lingunum, „hefur verstu bragð-
einkenni saxaðs þara og laxer-
olíu.“
En dr. Cheney hefur nú leyft
sjúklingum sínum að bragðbæta
safann með tómatsafa, — og
jafnvel ögn af salti og pipar —
en slíkt hefur hingað til verið
forboðið öllum magasárssjúk-
lingum.
— Magazine Digest.
Nýtt l^ f við liðagigt.
Á næsta ári munu nokkrir
liðagigtarsjúklingar fá nýtt lyf
við sjúkdómi sínum. Þessir sjúk-
lingar verða varla fleiri en
nokkur þúsund, en væntanlega
verða þeir nógu margir til þess
að prófa til hlítar áhrif lyfsins
og hvernig komast megi hjá
óþægilegum auka-áhrifum, ef
þau skyldu gera vart við sig.
Þetta nýja lyf er hormón, sem
ytra lag nýrnahettanna fram-
leiðir. Efnafræðiheiti þess er
„17-hydroxy-dehydrocorticos-
terone“, en í daglegu tali er
það kallað E-efni. Það litla sem
framleitt hefur verið af þessu
efni, hefur verið gefið 16 sjúk-
lingum við Mayo-sjúkrahúsið í
Bandaríkjunum.
I skýrslum sjúkrahússins er
skýrt frá árangrinum. Öllum
sjúklingunum fór að batna eftir
nokkra daga. En liðaverkirnir
og stirðleikinn komu aftur, þeg-
ar hætt var að gefa lyfið, eins
og stundum varð að gera vegna
þess, hve lítið var til af því,
og stundum var gert til að vita,
hvort lyfið hefði varanleg áhrif.
Svo virðist sem sjúklingar verði
að taka það að staðaldri, til þess
að vera lausir við sjúkdómsein-
kennin og örkumlin, sem stund-
um fylgja liðagigt.
Hormónið fer gefið með inn-
spýtingu í vöðva. Auk E-efnis-
ins eru læknar sjúkrahússins að
reyna nokkur skyld hormón.
Eitt þeirra er heiladingulshor-
món, sem örvar nýrnahetturnar
til framleiðslu á E-hormóni. Það
gaf einnig góða raun, en er mjög
torfengið.
E-efnið hefur að nokkru leyti
verið búið til á efnafræðilegan
hátt. Efnið sem byrjað er með,
verður að fara gegnum 30 stig
efnabreytinga, sem aðeins