Úrval - 01.08.1949, Síða 69
1 STUTTU MÁLI
67
reyndir efnafræðingar geta
framkvæmt. Þetta er skýringin
á því, hve lítið er til af efninu.
Þó að stefnt sé að því að auka
framleiðsluna, er þess ekki
vænzt að það komi á markað-
inn fyrr en á næsta ári (1950)
og þá aðeins litið magn.
Tilraunirnar með lyfið eiga
rót sína að rekja til athugana,
sem læknir einn, dr. Hench að
nafni, gerði 1929. Hann tók eft-
ir því, að liðagigtarsjúklingum
batnaði oft snögglega, ef þeir
fengu gulu, og að konur losn-
uðu einnig við liðaverki um með-
göngutímann. Og eins og al-
kunnugt er, batnar liðagigt
stundum snögglega, án þess að
nokkur skýring verði á því fund-
in. Af þessu dró dr. Hench þá
ályktun, að „í hverjum liðagigt-
arsjúklingi sé blundandi mátt-
ur til lækningar, sem bíður þess
eins að fá rétta örvun.“
Sú staðreynd, að sumum liða-
gigtarsjúklingum batnar oft um
stundarsakir eftir uppskurð og
svæfingu, benti til að þessi lækn-
ingarmátturinn væri í nýrnahett-
unum, því að við svæfingu og
uppskurð örvast ytra lag nýrna-
hettanna og framleiðir meira af
efnum sínum. Þegar tekizt hafði
að framleiða örlítið af E-efn-
inu, í september 1948, voru þeg-
ar hafnar lækningatilraunir með
því.
— Science News I.etter.
Sprettunarfótur á saumavélar.
Amerísk húsmóðir hefir fund-
ið upp fót á saumavél til þess að
spretta vélsaum, og saumavéla-
verksmiðja, Gilman Engineering
and Manufacturing Company í
Janesville í Wisconsin í Banda-
ríkjunum, hefur byrjað fram-
leiðslu á þeim.
Fótur þessi er margfalt hrað-
virkari en skæri eða rakvélablað,
sem oftast eru notuð til að
spretta með. Hann er einskon-
ar hnífblað, sem hægt er að setja
í stað nálarinnar í hvaða sauma-
vél sem er, og kostar sáralítið.
Flík, sem á að spretta í sundur,
er rennt í gegnum saumavélina
eins og þegar saumað er, og sker
fóturinn þá þræðina án þess að
skemma efnið.
Þó að saumakonunni takist
ekki að fylgja saumnum alveg,
kemur það ekki að sök. Þrjú
eða fjögur spor mega að skað-
laus sleppa framhjá, saumurinn
raknar í sundur jafnt fyrir því,
án þess að efnið skemmist nokk-
uð eða trosni.
— Science Digest.