Úrval - 01.08.1949, Síða 70
Fyrrverandi sendiherra Baruiarilijanníi £ Moskva,
og þar áður yfirmaður herforing'jaráðs
Eisenhowers í styrjöldinni —
Bedell Smith á blaðamannafundi.
Úr American Mercury".
Child: Er það álit yðar, Smith,
að Stalin og félagar hans í
Politburo* trúi því að styrj-
öld við Vesturveldin sé óum-
flýjanleg?
Smith: Ein af höfuðkenningum
Sovétkommúnismans er sú,
að kommúnisminn og kapítal-
ismínn geti ekki lengi búið
hlið við hlið í heiminum án
þess að til átaka komi. En ég
held ekki að Sovétstjórnin
hafi sett nein tímatakmörk
þar að lútandi.
Childs: Þér eigið við, að hún
trúi því, að til vopnaðra átaka
muni koma?
Srnith: Það virðist svo. Af rit-
um Lenins verður ekki annað
ráðið.
Childs: Allur áróður Sovét-
ríkjanna beinist að því að
Vesturveldin ætli sér að heyja
árásarstyrjöld gegn Sovét-
ríkjunum. Haldið þér að rúss-
neskir stjórnmálamenn trúi
þessu sjálfir?
* Framkvæmdanefnd rússneska
kommúnistaflokksins.
Tjtvarpsstöð ein í Bandaríkjunum,
Mutual Broadcasting System, hefur
fastan dagskrárlið, sem nefnist
,,Meet the Press“ (Á fundi blaða-
manna), þar sem fjórir blaða-
menn frá kunnum blöðum eða frétta-
stofnunum rekja garnirnar úr ein-
hverjum áhrifamanni í opinberu lífi,
stjórnmáium, hermálum eða öðrum
málum, sem eru ofarlega á baugi í
það og það skipti. Fullyrt er, að
viðtöl þessi séu alveg óundirbúin.
Oft hafa þau orðið forsíðuefni dag-
blaðanna, og ýmislegt komið frara
í þeim, sem haft hefur áhrif á gang
mála. Hér fer á eftir útdráttur úr
viðtali við Bedell Smith, fyrrverandi
sendiherra Bandaríkjanna í Rúss-
landi, og á styrjaldarárunum yfír-
mann herforingjaráðs Eisenhowers.
Blaðamennirnir sem spurðu voru
John Hightower frá Associated Press,
William H. Lawrence frá New York
Times, Marquis Childs frá United
Features og Lawrence E. Spivak frá
American Mercury. Þulur var Albert
Warner.
Smith: Ég tek þann áróður alls
ekki alvarlega. Ekki trúi ég
því heldur að valdamennirx'-
ir í Kreml leggi trúnað á
hann.
Lawrence: Þær sögur hafa'