Úrval - 01.08.1949, Side 72
70
ÚRVAL
Hlutfallið er enn að breytast
Rússum í vil, og ef við bætum
við þeim landsvæðum sem
Rússar hafa nýlega lagt undir
sig, og þeim löndum sem eru
undir áhrifum Rússa, þá má
segja að annar hver Evrópu-
maður sé undir stjórn valda-
mannanna í Kreml.
Childs: Ef til styrjaldar kæmi
milli þessara tveggja stór-
velda, hvert er þá álit yðar
sem hermaður — mundi hún
verða skammæ styrjöld, sem
atómsprengjan byndi enda á
á nokkrum mánuðum, eða
mundi hún verða langvinn?
Smith: Ég get ekki ímyndað
mér að hún yrði skammvinn.
Skoðun mín er þessi: Það
hefur oft verið sagt að borg-
arastyrjöld sé hræðilegust
allra styrjalda, því að það sé
eina styrjöldin, þar sem her-
menn beggja aðila viti vel um
hvað þeir séu að berjast.
Styrjöld við Rússa yrði borg-
arastyrjöld mannkynsins, og
ég get ekki ímyndað mér
annað en að hún yrði lang-
vinn og skæð styrjöld, sem
hvorugur aðili mundi vinna.
1 nútímastyrjöld getur eng-
inn unnið sigur.
ChilcLs: Sumir gizka á tuttugu
ár. Haldið þér að hún gæti
orðið svo langvinn ?
Smith: Því er ómögulegt að
svara nema að undangenginni
langri rannsókn; ágizkun út
í loftið er einskis virði.
Spivalc: Eruð þér sammála
Churchill um það, að atóm-
sprengjan hafi komið í veg
fyrir að Rússar flæddu yfir
Evrópu ?
Smith: Það er erfitt fyrir mig
að svara þeirri spurningu.
Atómsprengjan hafði vissu-
lega nokkur áhrif, en hvort
hún bjargaði Evrópu frá
Rússum, veit ég ekki. Sem
stendur held ég ekki að Rúss-
ar hafi í hyggju að flæða
yfir Evrópu.
Spivak: Þér haldið ekki að
Rússar hafi þegar búið til
atómsprengju ?
Smith: Ég held ekki að þeir
séu byrjaðir að framleiða at-
ómsprengjur í stórum stíl,
þó að ég sé hinsvegar viss
um, að rússneskir vísinda-
menn — sem vissulega standa
ekki að baki neinum öðrum
vísindamönnum — hafi leyst
vandamálin í sambandi við
klofning atómsins í útreikn-
ingum og á rannsóknarstof-
um sínum.