Úrval - 01.08.1949, Page 73
BEDELL SMITH Á BLAÐAMANNAFUNDI
71
Spivak: Ef þér ályktið út frá
ritum Lenins, að Rússar trúi
því að styrjöld sé óumflýjan-
leg, þá hljótið þér að trúa því
að þeir muni velja þann tíma
sem hentugastur er fyrir þá
til að heyja styrjöld. Er það
ekki rétt?
Smith: Ég held að ef þeir finna
að sá tími sé kominn að styrj-
öld sé yfirvofandi, þá muni
þeir grípa til vopna. Valda-
mennirnir í Kreml eru ekki
fjárhættuspilarar.
Warner: Mér skilst að þér sjáið
ekki fram á þann tíma þegar
við getum sagt við Rússa:
nú skulum við setjast við
samningaborð og vita hvort
við getum ekki komizt að ein-
hverju grundvallarsamkomu-
lagi. Er alls engin von um að
sú stund renni upp í fram-
tíðinni ?
Smith: Vissuleg er von. Ef ekki
væri nein von um það, væri
lífið ekki þess virði að lifa
því. Ég sé ekki fram á þann
tíma, en ég vonast til að hann
komi.
Childs: Haldið þér að Stalin sé
alvarlega veikur ? Og hver
tekur við af honum þegar
hann deyr?
Smith: Ég held ekki að Stalin
sé alvarlega veikur. Sá orð-
rómur gengur í Moskva, að
hann hafi fengið eitt eða tvö
væg hjartveikisköst, en hann
er hraustlegur í útliti. Georg-
íumenn verða margir lang-
lífir, og það er engin ástæða
til að ætla að Stalin eigi ekki
eftir að lifa lengi og beita
hinum geysilegu áhrifum sin-
um á gang mála.
Childs: Áttuð þér lokaviðtal
við hann áður en þér fóruð
frá Moskva?
Smith: Ekki lokaviðtal. Ég tal-
aði við hann tveim eða þrem
mánuðum áður en ég fór.
Childs: Var hann vingjarn-
legur?
Smith: Hann er alltaf vingjarn-
legur. Ég verð að segja, að
fulltrúar Sovétstjórnarinnar
eru ákaflega kurteisir að tala
við þá.
Warner: Hafa sendiherrar og
starfsmenn þeirra í Moskva
nokkur tækifæri til að kom-
ast í kynni við rússneskan
almenning? Eða eru þeir til-
tölulega einangraðir?
Smith: Já, við erum einangr-
aðir.
Lawrence: Má ég spyrja yður
einnar spurningar í sambandi
við það? Sem yfirmaður