Úrval - 01.08.1949, Síða 75
Norskur bókmenntafræðiugiir ræðir um stöðu
læknisins, og þó einkum taugalæknisins,
sem söguhetju í bókmenntunum.
Lœknirinn sem söguhetjci.
Grein úr „Vinduet",
eftir Borghild Krane.
AÐ hafa verið skrifaðar
margar bækur um lækna.
Bækur um hvítklæddu mennina,
eru orðnar allfyrirferðamikill
kafli í bókmenntunum. Og það
er vel skiljanlegt. Hinir leynd-
ardómsfullu gangar sjúkrahús-
anna, hið æsimettaða andrúms-
loft skurðstofanna, vígvellirnir
þar sem sýklarnir herja, sigra
og eru sigraðir —- allt sogar
þetta til sín athyglina. Og með
réttu. Því að hver veit, kannski
verður það mitt eða þitt líf,
minn eða þinn dauði, sem bar-
ist verður um á morgun.
Yfirleitt er læknunum lýst
með samúð eða aðdáun, þó að
stundum séu þeir kaldhæðnir.
Skurðlæknirinn sem með hnífinn
í hönd sigrar dauðann, sveita-
læknirinn sem í niðamyrkri næt-
urmnar vinnur undraverk, frum-
skógalæknirinn sem hættir líf-
inu tii að sigrast á skaðsemi
skordýranna — allir eru þeir vel
fallnir til að vera söguhetjur í
skáldsögu og raunar einnig í
veruleikalýsingum.
Fjarri fer því að ég geti hrós-
að mér af því að þekkja allar
þessar læknabókmenntir, en
mér virðist sem tauga- og geð-
sjúkdómalæknirinn hafi — hing-
að til að minnsta kosti -— ekki
verið eins heppinn með hinar
bókmenntalegu lýsingar á sér og
aðrir stéttarbræður hans.
Tökum nokkur dæmi.
Danska skáldkonan Lis El-
kjær gaf árið 1945 út bók sem
hún kallar Flöjten som mangler
en Spiller. Þar lýsir hún ungri
leikkonu sem gerir tilraun til
sjálfsmorðs og er látin á „sjöttu
deild“ (taugasjúkdómadeild) og
síðan geðveikrahæli. Hún er að
lokum útskrifuð sem heilbrigð,
en áður en svo langt er komið
— hvílík reynsla! Á 300 þétt-
prentuðum síðum flæðir yfir les-
andann endalaus orðflaumur