Úrval - 01.08.1949, Side 76
74
ÚRVAL
beiskra ásakana, tortryggni og
haturs í garð alls sem eitthvað
á skylt við geðveikralækna. Um
einn þeirra segir: „Yfirlæknir
kvennadeildarinnar á Ólafs-
bjargi, sem sáir frá sér ráð-
leysi, óhugð, vanmetakennd og
ótta á hverri einustu stofu, við
hvert einasta rúm . . .“. Ólafs-
bjarg er staðurinn „þar sem
hverskonar ónærgætni og harð-
ýðgi af hendi læknanna er dálk-
færð sem: geðlækning!“
Vissulega hefur þessi leikkona
verið erfiður sjúklingur, á það
dregur skáldkonan enga dul, og
sjálfsagt mætti hæglega koma
með ýmsar skýringar á hinu
ofsalega hatri út frá sálará-
standi sjúklingsins eins og því
er lýst í bókinni. — En það
breytir ekki eðli málsins frá
sjónarmiði hennar. Kynni henn-
ar af geðsjúkdómalæknunum
voru ekki góð — hver sem or-
sökin var.
I bók amerísku skáldkonunn-
ar Mary Jane Ward: The Snake
Pit er tónninn nokkuð annar.
Þar er það ekki hatrið sem
fyrst og fremst hefur orðið,
heldur óttinn, sorgin og að
nokkru leyti auðsveipnin. Aðal-
persónan er kvenrithöfundur-
inn Virginia Cunningham, sem
gengur í gegnum öll lækninga-
stig geðveikinnar í nýtízku, am.e-
rísku geðveikrahæli. f einkunar-
orðum bókarinnar segir að í
gamla daga hafi geðveiku fólki
verið kastað í slöngubælið
(Snake Pit), því að menn trúðu
því, að það sem gert gæti heil-
brigða manneskju vitfirrta,
gæti gert vitfirringinn heil-
brigðan.
Veslings frú Cunningham!
Hún lenti í slöngubælinu, þar
sem allt er afskræmt og óhugn-
anlegt. Hún man ekki hvar
sæti hennar er við borðið, hún
man ekki hvert rúmið er henn-
ar rúm. Fyrir það verður hún
að þola ákúrur og auðmýkingu,
sem ruglar hana og sviftir hana
öryggi. Ásamt þjáningarsystr-
um sínum þreifar hún sig á-
fram í þokuheimi, í baráttu við
að ná aftur fótfestu í lífinu og
byggja persónuleika sinn upp
að nýju.
Og þeir sem áttu að vera stoð
hennar á hinum villugjarna
vegi til heilbrigði — geðsjúk-
dómalæknarnir, hvar eru þeir?
Hún er leidd fyrir þá öðru
hverju; eins og kuldalegir dóm-
arar sitja þeir í hásæti sínu og
vega og meta sjúkdómseinkenni
hennar og svör við allskonar