Úrval - 01.08.1949, Page 82
Amerískir bílaeigendur eru ekki eins ánægðir
með bilana sína og áður, og margir
þeirra spyrja:
Er ofvöxtur hlaupinn í amerísku hílana?
Grein úr „Harper’s Magazine“,
eftir Alfred H. Sinks.
k ÁRINU sem leið voru
framleiddir 5,5 miljón bíl-
ar í Bandaríkjunum, og þjóðin
sem var langsoltin á því sviði
keypti þá alla, þótt ekki væri
með óblandinni ánægju. En á
miðju sumri fór að gæta mót-
spyrnu hjá kaupendunum og
síðan hefur hún farið vaxandi.
Er það af því að kaupfýsninni
hefur verið fullnægt? Nei, milj-
ónir Ameríkumann?,, einkum
lágtekjumenn, þurfa að fá nýja,
eða að minnsta kosti nýlega bíla.
Er orsökin þá sú, að bílar hafa
haldið áfram að hækka í verði
undanfarna Sex mánuði, þó að
margar aðrar vörur hafi fallið
í verði? Ekki eingöngu. Gagn-
rýnin hefur æ meira beinzt að
tekniskum göllum á bílunum
sjálfum. Það er alveg nýtt fyrir-
brigði, því að í Ameríku er það
venja, að bera djúpa lotningu
fyrir öllu sem framleitt er í bíla-
borginni Detroit og benda á
1 öllum iðnaðarlöndum er bilafram-
leiðslan ákaflega mikilvægur þáttur,
og bílarnir eru jafnan í fremstu línu
í baráttunni fyrir auknum útflutn-
ingi. Höfundur þessarar greinar er
tæknifróður blaðamaður. Tekur hann
ameríska bílaframleiðendur og bíla-
sala til bæna og segir þeim til synd-
anna.
hana sem tákn þess hve tækn-
in sé komin á hátt stig í Ame-
ríku.
Ameríska bifreiðaeigendafé-
lagið, sem telur innan sinna vé-
banda 90% allra bílaeigenda í
Bandaríkjunum, hefur til
skamms tíma ekki haft annað
en hrósyrði að segja um fram-
farimar í amerískri bílafram-
leiðslu. En á undanförnum tólf
mánuðum hafa margar sam-
þykktir verið gerðar í ýmsum
deildum félagsins víðsvegar um
landið, sem fordæmt hafa þær
gerðir bíia, er komið hafa á
markaðinn eftir stríðið, og sagt