Úrval - 01.08.1949, Page 88
86
Ukval
ingi minna stál í þá, og er það
mikilvægt, þegar þess er gætt
hve stálskorturinn í heiminum
er mikill, og þeir nota helmingi
minna benzín en amerísku bíl-
arnir.
Það eru ekki margir sem ef-
ast um, að bílasmiðirnir í De-
troit séu betur færir um að
byggja góða bíla en nokkrir aðr*
ir bílasmiðir í heiminum, og þó
hefðu Ameríkumenn gott af a§
líta á bílana, sem smíðaðir eru
í Evrópu nú; í sumum þeirra
eru tæknilegar nýjungar, sem
vel eru þess virði að amerískir
bílstjórar kæmust í kynni við
þær.
CSD 4 ^
Meðal mannæta.
Skip lenti við eyju, þar sem bjuggu mannætur. Skipstjórinn
varð undrandi þegar hann sá trúboða korna í eintrjáningi út í
skipið.
„Hvernig í ósköpunum hafið þér komizt hjá að lenda í potD
inum hjá mannætunum?" spurði skipstjórinn.
„Það var auðvelt," sagði trúboðinn. ,,Ég er með gervifót
úr korki. Undir eins og ég kom í land, skar ég sneið af kork-
fætinum og gaf höfðingjanum. Hann setti sneiðina í pottinn
og komst að raun um, að hún var ekkert sælgæti."
— The Milwaukee Magazine.
★
A vinnumiðlunarskrifstofunni.
Maður kom inn I vinnumiðlunarskrifstofuna og bað að fá a5
tala við manninn, sem sæi um útvegun á vinnukonum og mat-
reiðslukonum. Honum var vísað til rétts aðila.
„Eruð þér maðurinn sem senduð mér matreiðslukonuna i gær ?“
spurði hann afgreiðslumanninn.
Afgreiðslumaðurinn fletti upp í bókum sínum, leit siðan bros-
andi á manninn og sagði: „Já, það var ég.“
„Einmitt," sagði viðskiptavinurinn. „Mér væri þá sönn ánægja
að því, ef þér vilduð borða hjá mér kvöldverð í kvöld."
— Clarence Roeser í „Reader’s Digest."