Úrval - 01.08.1949, Side 89
Norskur uppeldisfræðingur
skrifar um —
Barnauppeldi við matborðið.
Grein úr „Verden IDAG“,
eftir Magli Elster.
‘t'ITT af þeim vandamálum
sem margir foreldrar eiga
mikið við að stríða eru borð-
siðir eða ósiðir barnsins. Erfið-
leikar í sambandi við át, jafn-
vel hjá stórum börnum, má oft
á tíðum að minnsta kosti að
nokkru leyti rekja til fyrsu át-
venja ungbarnsins; einnig geta
þeir stafað af því að barnið
hefur verið vanið af brjósti á of
skömmum tíma.
Hér á við sama og um önnur
uppeldisvandamál að taka verð-
ur tillit til séreðlis hvers barns.
Þó að til sé einskonar meðal-
tal til að fara eftir, hefur sér-
hvert barn, sem er lifandi ein-
staklingur, en ekki eitthvert til-
tekið meðaltal, sín sérkenni,
þau eru til dæmis mjög mis-
jafnlega fljót að læra að borða
með skeið o. s. frv., og það
borgar sig að taka tillit til þess-
ara sérkenna. Einnig skiptir
miklu máli, að móðirin sé fús til
að taka á sig það aukaerfiði við
þrifnað sem því fylgir að lofa
barninu að borða einu þegar-
það vill.
Flest börn eru raunar furðu
fljót að læra að borða sjálf, og
löngunin til að bjargast sjálf
styrkist, ef við látum matarlyst
barnsins ráða mestu um át þess,
en ekki óttann við að það fái of
lítið eða of mikið, eða það nýtn-
isjónarmið að það þurfi endi-
lega að ljúka við allt á diskin-
um. Ef barnið er frískt, er það
sjálft dómbærast um hve mik-
ið eða lítið það þarf að borða.
Einnig er gott að við tökum eins
mikið tillit og unnt er til þess
hvað barninu þykir gott -— því
að bragðtaugar barnsins eru
jafnþroskaðar og hjá okkur, og
við tökum vissulega tillit til
smekks okkar sjálfra.
Og þetta á ekki aðeins við
um börnin á fyrsta og öðru ári,
heldur einnig eftir að þau vitk-
ast meira, eru orðin fjögra og
fimm ára og við erum farin að