Úrval - 01.08.1949, Side 91
BARNAUPPELDI VIÐ MATBORÐIÐ
8&
of stór eða að það verði að borða
mat sem það hefur blátt áfram
ógeð á. Aftur á móti vitum við
ýmislegt um skaðleg áhrif af
þessu, bæði á sálarró barnsins
og heimilisfriðinn. Við mæðurn-
ar gerum okkur oft sekar um
að linna ekki látum fyrr en barn-
ið hefur borðað eins mikið og
við teljum að það þurfi, og ger-
um máltíðina þannig að baráttu
milli vilja barnsins og móður-
innar, jafnframt því sem við
spillum matarlyst barnsins.
Það getur verið erfitt að horfa
upp á holdgrannan drenghnokka
án þess að reyna að troða í hann
sem mestu af mat, en sameigin-
leg reynsla allra barnalækna er,
að það borgi sig að hafa hemil
á móðuráhyggjunum þannig að
barnið finni greinilega að það
megi borða eins lítið eða mikið
og það lystir, án þess að nokkur
geri veður út af því. Þá rask-
ast ekki matarlystin af þeim til-
finningaátökum, sem ítroðsla og
áhyggjur móðurinnar hafa í för
með sér.
Það á við bæði um matvendni
og lystarleysi hið sama og í
mörgum öðrum uppeldisvanda-
málum, að bezt er að finna ein-
hverja málamiðlunarlausn, sem
bezt hentar 1 hverju einstöku
tilfelli, þar sem bæði er tekið
tillit til erfiðleika móðurinnar
á því að ná í og búa til góðan
og hollan mat, og smekks hinna
einstöku meðlima fjölskyldunn-
ar — þannig, að ef eitthvert
barnið getur ekki borðað ein-
hvern rétt, sé hann annað hvort
ekki hafður á borðum eða barn-
ið sleppur við að borða hann
og fær í staðinn t. d. leifar frá
deginum áður.
Enn þá ber að krefjast þess
að barnið borði allan þann mat
sem það getur borðað möglun-
arlaust, eins þótt því þyki hann
ekki sérlega góður. Þeir foreldr-
ar, sem fastheldnir eru ástranga
borðsiði, og sannfærðir hafa ver-
ið um, að það leiði til siðferði-
legrar hnignunar fyrir börnin að
tekið sé tillit til óska þeirra,
munu eiga erfitt með að taka
upp nýja siði. En ef þau reyna
það, munu þau fljótt komast að
raun um, að nokkur tillitssemi
mun hafa góð áhrif, bæði á sam-
búðina við börnin og matarlyst-
ina og andrúmsloftið við mat-
borðið, og þá mun máltíðin verða
ánægjuleg samverustund allrar
fjölskyldunnar, en ekki helzta
rifrildis- og óánægjustund dags-
ins.