Úrval - 01.08.1949, Síða 94
92
Cjrval
vonar og ótta. Skyldi hún koma
þangað? í París sögðu forseta-
frúin og utanríkisráðherrafrúin,
að þær myndu láta sér nægja
að bjóða hana velkomna með
teveizlu á heimilum sínum.
Ensku blöðin gerðu ráð fyrir
kuldalegri móttöku þar í landi
(konungsfjölskyldan myndi um
þær mundir vera í Skotlandi, og
gæti því ekki tekið á móti henni
í konungshöllinni).
Þessi regnbogi, sem hafði nú
teygt sig þvert yfir Suður-At-
lantshafið, hafði vaxið ört í
argentískri jörð. Sagan segir,
að Eva Duarte hafi fæðzt 7.
maí 1919 í þorpinu Los Toldos
við Buenos Aires. Faðir hennar
var miðlungsjarðeigandi í nánd
við Chivilroy. Hann eignaðist
fjögur börn með hinni dökk-
eygðu Juönu sinni og yngst
þeirra var Eva. Juan varð gjald-
þrcta og dó frá börnunum ung-
um. Hann hafði verið meðlimur
íhaldsflokks Argentínu, en hin-
ir auðugu flokksbræður hans
máttu einskis í missa til ekkj-
unnar og barna hennar. Aftur á
móti fékk hún hjálp frá áhrifa-
miklum stjórnmálamanni úr
hópi frjálslyndra, og því mun
Eva aldrei hafa gleymt. Eftir
að börnin stálpuðust og fóru að
vinna, bötnuðu heimilisástæð-
urnar. Dæturnar giftust, en Eva
sem eyddi öllum stundum í lest-
ur kvikmyndablaða, fór til
Buenos Aires eftir tveggja ára
nám í menntaskóla. Hún var ó-
stýrilát og metorðagjörn, en ekki
að sama skapi mikil leikkona,
og fékk aðeins lítil hlutverk í
kvikmyndum og öðru hverju
hlutverk hjá Belgrano útvarp-
inu, stærstu útvarpsstöðinni í
höfuðborg Argentínu.
Kvöld eitt í október 1943,
fjórum mánuðum eftir að hers-
höfðingjarnir höfðu gert bylt-
ingu og kollvarpað hinni gömlu
landeigendastjórn í Argentínu,
hélt Belgranu útvarpið veizlu í
salarkynnum sínum. Þar voru
samankomnir, auk leikara og út-
varpsfólks, fjármálamenn og
forustumenn úr hópi hinnar
nýju stjórnar. Meðal gestanna
var eftirsóknarverður ekkju-
maður, Juan Perón ofursti, að-
stoðarhermálaráðherra — og
Eva Duarte. Þeim varð tíðlitið
hvort á annað um kvöldið.
Seinna fóru þau í ferðalag og
settust að í rómantísku hóteli við
La Plata fljótið, og uppfrá því
kom Eva alltaf í bíl hermála-
ráðuneytisins til vinnunnar.
Árið 1944 var Perón ofursti