Úrval - 01.08.1949, Side 97
FORSETAHJÓNIN í ARGENTlNU
95
eftir hinni glæstu götu Avenida
Alvear í Buenos Aires. Á undail
og eftir fór vopnuð sveit her-
manna.
,,Hver hefur svona frítt föru-
neyti?“ spurði útlendingur, sem
sá þetta.
„Juan Perón hershöfðingi,
forseti Argentínu," var honum
sagt.
Fáum mínútum síðar kom
annar samskonar bíll og með
eins fylgdarliði.
„Er ég farinn að sjá tvöfalt?"
spurði útiendingurinn undrandi.
„Eða eru forsetarnir tveir?“
„Sama sem,“ hvíslaði Argen-
tínumaðurinn. „Þetta er Senora
Evíta Perón, hin ljóshærða
Pompadour, sem er kona ein-
ræðisherrans okkar. En hver
húsbóndinn er á heimilinu, er
erfitt að segja. Við höfum ekki
aðeins tvo forsetabíla, heldur
fylgja forsetaembættinu tvær
opinberar skrifstofur, tvö opin-
ber málgögn og yfirleitt tvennt
af öllu. Annað er fyrir hann og
hitt fyrir hana.“
Argentínumaðurinn þagnaði,
hann vissi, að allsstaðar í þessu
kúgaða landi eru forvitin eyru.
En við dvöl mína í Argentínu
komst ég að raun um, að þess-
ar áhrifamestu manneskjur í
Suður-Ameríku hafa ekki að-
eins skapað sér stjórnarkerfi
hvor fyrir sig, stjórnarkerfi,
sem sífellt grípa hvort inn á
annars svið, heldur heyja þau
nú harða baráttu innbyrðis um
völdin í voldugasta ríki Suður-
Ameríku.
Þessi barátta er nú orðin eins
hádramatísk og öskubuskuævin-
týrið um ekkjumanninn Perón
og útvarpsleikkonuna Evítu var
á sínum tíma. Því að aukin völd
hafa gert Perón varkárari, en
Evítu ófyrirleitnari.
Á yfirborðinu er allt með
felldu. Þegar þau koma fram
á svalir forsetahallarinnar til að
láta hylla sig, fallast þau í
faðma eins og elskendur í argen-
tískri kvikmynd. En bak við
tjöldin fara hin eiginlegu átök
fram.
Evíta er ekki lengur aðeins
vald að baki hásætisins. Hún
situr sjálf í hásæti við hlið Per-
óns. Og það er engu fyrirferðar-
minna en hásæti hans. Við skipt-
ingu valdsins tókst henni að ná
yfirráðum yfir því, sem almenn-
ingur í Argentínu les, heyrir,
sér og hugsar. Hún hefur per-
sónulega eftirlit með blöðum og
útvarpi. Argentínsk kvikmynda-
félög senda öll kvikmyndahand-