Úrval - 01.08.1949, Side 99
FORSETAHJÖNIN 1 ARGENTÍNU
97
hafi verið fracaso — misheppn-
uð.
En hörðust hefur barátta
þeirra hjóna verið um fylgi
„Descamisados“ — „skyrtuleys-
ingjanna“, sem tilvera stjórnar-
innar byggist að mestu leyti á.
Enn sem komið er veitist hvor-
ugu betur, og getur það eitt orð-
ið til þess að þau kjósi að halda
sambúðinni áfram.
Margir í Suður-Ameríku furða
sig á, að Perón skuli ekki losa
sig við Evítu. En aðrir snúa
spurningunni við og fullyrða að
hún mundi geta haldið aðstöðu
sinni án Peróns.
Gamalreyndur, erlendur sendi-
herra lýst ástandinu með þess-
um orðum: „Hér syðra, þar sem
togstreitan milli þessara tveggja
furðulegu einstaklinga vekur
hvert undrunarefnið á fætur
öðru, má búast við öllu. Eitt er
víst: Perón, Evíta — og Ar-
gentínumenn — munu aldrei
deyja úr leiðindum."
• V •
Veðmál.
Nokkrir sjómenn sátu inni í bjórstofu í Norfolk. Einn þeirra
segir: „Ég skal veðja við hvern ykkar sem er, að ef einhver
ykkar lætur dollaraseðil undir hattinn sinn hérna á borðinu, þá
skal ég ná seðlinum án þess að snerta hattinn."
„Hérna er dollaraseðill," sagði einn sjómaðurinn, „og hérna
er hatturinn minn ofan á honum."
Göldrótti sjómaðurinn barði þrjú högg ofan á borðplötuna og'
önnur þrjú högg undir hana. Svo dró hann höndina undan borð-
inu og sýndi félögum sínum dollaraseðil í lófanum. Sjómaðurinn
sem átti hattinn og seðilinn þóttist viss um, að seðillinn væri
enn á sínum stað, og lyfti hattinum til að gá að þvi. En þá
greip sá göldrótti seðilinn og stakk honum í vasann.
— Reader’s Digest.
★
Lítið tilefni.
Tveir menn voru að ræða um konurnar sínar. „Konan mín
getur talað um sama málefnið tímum saman," sagði annar.
„Blessaður vertu," sagði hinn, „konan mín þarf ekki einu sinni
málefni."
— New York Post.