Úrval - 01.08.1949, Qupperneq 100
Amerískur rithöfundur, sem hlaut Pulitzerverðlaun
fyrir skáldsögu sína, „Journey in the Dark“,
segir frá ltomu sinni —
t gullnámu í Suður-Afríku.
Grein úr „Harper’s Magazine",
eftir Martin Flavin.
TTERRA Brooks vakti mig
klukkan 7.45 að morgni í
hóteli mínu í Johannesburg til
að fara með mig í gullnámu.
Johannesburg er eins og eyja
í ömurlegri auðn Suður-Afríku
hásléttunnar, borg með nærri
miljón íbúum og er um helming-
ur þeirra svertingjar. Hún er
námuborg. Miðbik hennar er
Ijótt, þéttbyggt verzlunarhverfi,
umgirt snyrtilegu íbúðarhverfi,
en þar fyrir utan og í hæfilegri
fjarlægð eru hryllilegustu fá-
tækrahverfi, sem ég hef augum
litið. Loks eru það námuhaug-
arnir — okkurlitaðar keilur úr
muldu grjóti, ekki án kaldrar,
ógeðfelldrar fegurðar, og vissu-
lega tilkomumiklir þar sem þeir
báru við dimmbláan himininn.
Gull, en ekki demantar, er
auðsuppspretta Suður-Afríku, í
hlutfallinu tíu á móti einum.
Um 300 þúsund innfæddir
verkamenn vinna í gullnámun-
um; þeir eru ráðnir með samn-
ingum til 14 mánaða í einu, sem
auðvitað má framlengja og oft-
ast er gert. Vinnuafl þetta er
fengið úr þeim landshlutum,
sem eingöngu er ætlaður hinum
innbornu, og er það um áttundi
hluti landsins. Um f jórir fimmtu
hlutar landsmanna eru svert-
ingjar. Þeir geta ekki allir lifað
í hinum afmörkuðu landshlut-
um sínum, jafnvel ekki dregið
fram lífið. Þeir verða að komast
burtu eða svelta. Verkalýðsfé-
lögin og lögin útiloka þá frá
faglærðri vinnu. Þessvegna er
alltaf gnægð framboðs af ódýr-
um vinnukrafti handa stórbænd-
unum, námunum og til annarrar
púlsvinnu. Þessvegna eru hin
hræðilegu fátækrahverfi. Þess-
vegna sjúkdómar og glæpir. Og
þessvegna eru grafnar upp 2500
miljón krónur gulls á ári hverju.
Við ókum frá miðbænum eft-
ir breiðum akvegi með námu-