Úrval - 01.08.1949, Qupperneq 105
I GULLNÁMU 1 SUÐUR-AFRlKU
103
spyrnu- og cricketvellir væru
þarna handa svertingjunum; að
stundum væri þeim sýndar kvik-
myndir, en vandi væri að velja
þær, því að flestar kvikmyndir
væru fyrir ofan þeirra skilning.
Okkur var einnig sagt, að þarna
væri spítali með tveim evrópsk-
um læknum. Síðan var okkur
fylgt í skrifstofuna þar sem
kort verkamannanna voru
geymd — og það voru ítarleg
kort, með fingraförum, ævisögu-
ágripi og afbrotaferli, ef um
slíkt var að ræða.
Ég spurði: „Hvernig una
þessir menn lífinu fjarri konum
sínum — flestir ungir menn í
fullu lífsfjöri?"
Fylgdarmaðurinn hikaði og
sagði svo kæruleysislega, að það
gengi ágætlega. Það var eitt-
hvað í svip hans, sem latti frek-
ari spurninga.
Einn í hópnum, enskur klerk-
ur, forstöðumaður trúboðs-
stöðvar í Sophietown fátækra-
hverfinu, varð mér samferða að
bílnum. ,,Ég þori að veðja,“
sagði hann, ,,að hér í kring
á svæði sem nær jafnvel nokkra
km í allar áttir, er leitun á
svertingjastúlku, sem á ekki
barn, eða von á barni. Auk
þess er hverfið hér gróðrarstía
hverskonar kynvillu. Ástandið
er látið viðgangast einungis af
því, að íbúarnir eru blakkir á
hörund.
En auðvitað eruð þér kunn-
ugur svona málum,“ bætti hann
við brosandi; „þið hafið líka
negravandamál við að stríða í
Bandarík junum. “
,,Já, við höfum það,“ sagði ég.
,,Að minnsta kosti hélt ég að
svo væri áður en ég kom til
Afríku.“
• V •
Hið eilífa kveneðli.
Shirley litla var á harðahlaupum um húsgarðinn með son:
nágrannans á hælum sér.
,,Af hverju ertu að elta hana?“ spurði faðir Shirley.
„Hún kleip mig,“ anzaði snáðinn.
Hann sneri sér að dóttur sinni. „Af hverju varstu að klípa
hann?" spurði hann.
„Til þess að hann elti mig,“ hvíslaði hún að föður sinum og
roðnaði yndislega.
Joseph C. Salak í „Link“.