Úrval - 01.08.1949, Page 110
108
tíRVAL
Dansæði miðaldanna var ytra
einkenni líkamlegra og andlegra
vanheilinda í fólki sem var lang-
þjáð af síendurteknum farsótt-
um og plágum. Þetta tímabil í
sögu mannkynsins, sem nú er
næstum gleymt, hófst 1374, eft-
ir að Svartidauði*) hafði eytt
*) Sjá greinina „Svartidauði" í
2. hefti þ. á.
helming alls mannkynsins. Það
hófst um það bil sem stórabóla,
holdsveiki, sýfilis og fjöldi ann-
arra sjúkdóma herjaði í mann-
fólkinu, ýmist sem farsóttir eða
landlægar plágur. Það er ósenni-
legt að dansæðið eða eitthvað
sem svipar til þess eigi nokkru
sinni eftir að fara eins og eldur
um löndin, — og þó, hver veit?
cv> ★ oo
Hátíðisdagur.
Ein nágrannakona mín átti sex ung börn. Einn morgun í
fyrrasumar hengdi hún þvottinn sinn út á snúru eins og hún
var vön að gera. En í þetta sinn var það ekki aðeins þvottur-
inn sem blakti i golunni. Fáninn var líka dreginn við hún fyrir
framan húsið.
„Karólína, af hverju ertu að flagga?" spurði ég. „Það er
enginn hátiðisdagur I dag".
„Ekki kannski fyrir alla," sagði Karólina, „en fyrir mig er
það hátíðisdagur. Littu á snúrurnar mínar, þetta er í fyrsta
skipti í átta ár sem ekki er bleija í þvottinum."
— Lois R. Austin í „Readers’ Digest“.
★
Ekki er ein báran stök.....
Banki einn í New York sendi stjórn sparisjóðs á sama stað
blómvönd í tilefni af því að sparisjóðurinn hafði opnað nýtt úti-
bú í borginni. En á kortinu sem fylgdi blómvendinum stóð: „Vér
samhryggjumst innilega."
Blómasalinn, sem orðið hafði á þessi skissa, kom skömmu
seinna í bankann til að biðja afsökunar. Hann kvaðst þó vera
áhyggjufyllri út af hinum blómvendinum, sem sendur var í til-
efni af jarðarför. Á kortinu sem fylgdi honum stóð sem sé það
sem ætlað hafði verið sparisjóðnum: „Til hamingju með nýja
staðinn."
— George O’Connor í „Binghamton Sun",