Úrval - 01.08.1949, Side 112
DAUÐI, HVAR ER BRODDUR ÞINN?
ETTA er ekki venjuleg end-
urminning um Jonna son
okkar, það er miklu fremur lýs-
ing á dauðastríði barns. Það
er, í fáum orðum, frásögn af
því, sem kom fyrir heila Jonna,
saga af djarflegri, en vonlausri
baráttu við dauðann. Ég vona,
að menn minnist Jonna ekki ein-
göngu vegna Ijúflyndis hans,
heldur einnig sökum þess óbil-
andi hugrekkis, sem hann sýndi.
Jonni fæddist í París 4. nóv-
ember 1929 og dvaldi fyrstu sjö
árin í Evrópu. Þegar við flutt-
um til Bandaríkjanna, fór hann
fyrst í ýmsa skóla og settist loks
í Deerfieldháskólann í Massa-
chusetts. Hann dó 30. júní 1947,
seytján ára gamall, eftir f jórtán
mánaða veikindi.
Ég ætla að gera tilraun til
að lýsa honum fyrir ykkur.
Hann var hár og grannvaxinn
piltur, ljóshærður og bláeygð-
ur, með afar fallegar hendur.
Flestum fannst hann laglegur,
en mönnum þótti þó meira til
um glaðlyndi hans, þokka og
gáfur, en þó einkum um ósér-
drægni hans. Jonni var eini mað-
urinn, er ég hef kynnzt, sem
alltaf hugsaði um aðra á undan
sjálfum sér.
Fyrsti uppskurðurinn tók sex
klukkustundir, og að honum
loknum taldi dr. Putnam rétt
að skýra honum frá, hvað gengi
að honum. Læknirinn talaði með
sömu varúð og hann hand-
lék skurðarhníf ana: ,,Jonni,“
sagði hann, „við vorum að skera
þig upp við heilaæxli."
Þeir voru tveir einir í her-
berginu og Jonni horfði beint
framan í hann. „Vita foreldr-
ar mínir það? Hvernig eigum
við að segja þeim frá því?“
Jonni lék sér fyrst eins og
önnur börn, en fékk brátt áhuga
á tónlist. Hann fékk snemrna
tilsögn í fiðluleik og hafði dýr-
mæta grammófóninn sinn hjá
sér allt til dauðadags. Þegar
hann var níu ára gamall, lék
hann nokkrar tónsmíðar sínar
í skólanum. Ég var ekki heirna