Úrval - 01.08.1949, Síða 113
DAUÐI, HVAR ER BRODDUR ÞINN?
111.
um þær mundir og símaði því
til hans, til þess að afsaka, að
ég gæti ekki verið viðstaddur.
Hann svaraði þurrlega: ,,Þú
gætir komið, ef þú leigðir þér
flugvél.“
Hann fékk líka snemma áhuga
á veðurspám, matreiðslu, garð-
yrkju, steinafræði og skák.
Hann mátaði mig auðveldlega í
skák, þegar hann var tólf ára.
Hann hafði gaman af töfra-
brögðum og bjó til margar spiia-
þrautir.
Jonni var ekki undrabarn.
Hann var góður í sumu, en lak-
ari í öðru. I einum skóla tók
hann bezta gáfnaprófið, sem
tekið hafði verið, en einkunnir
hans voru oft misjafnar.
Þegar hann fór til Deerfield,
vildi hann ólmur taka fimm
námsgreinar í stað fjögurra,
sem venjulegt var. Hið stutta
líf hans hafði þegar fundið far-
veg sinn — vísindaáhugann.
Hann gerði tilraunir í lítilli rann-
sóknarstofu, sem hann hafði
búið út heima hjá sér, og þar
undi hann sér bezt, innan um
efni sín og rannsóknartæki. Einu
sinni fór kona nokkur að skop-
ast að honum fyrir áhuga hans
á tölum. Hann svaraði: „Þú
skilur mig ekki. Mér leiðist
reikningur, en mér þykir gam-
an að stærðfræði.“
Jonni og Frances móðir hans
voru ákaflega samrýmd, og hann
sá okkur oftar saman en venju-
legt er um fráskilda foreldra.
Við höfðum þann hátt á, að
hann dvaldi hjá mér í New York
á veturna og í vorleyfunum, en
á sumrum hjá Frances í Con-
necticut. En ég hitti hann líka
oft á sumrin og Frances kom
iðulega til hans á veturna. Enda
þótt ég ferðaðist mikið um
margra ára bil, hagaði ég því
jafnan svo til, að við gátum ver-
ið saman, þegar hann átti frí.
Enda þótt Jonni væri Ijúfur
og vingjarnlegur í viðmóti, var
hann þó enginn veifiskati. Hann
var hæverskur í eðli sínu og
trúði á góðvild mannanna —
það streymdi slík alúð frá hon-
um, að fólki hlýnaði um hjarta-
ræturnar, þegar það kom inn i
herbergi, þar sem hann var fyr-
ir. Ég hef aldrei vitað fólk
þykja svo vænt um nokkurn
mann. Hann var einn af þeim.
sem álíta, að þeir eigi heiminum,.
sem þeir lifa í, skuld að gjalda,
en ekki öfugt. En hann fékk
aldrei tækifæri til að greiða
skuld sína, og heimurinn er
miklu fátækari fyrir bragðið.