Úrval - 01.08.1949, Qupperneq 114
112
tTRVAL
Þegar JonnL kom frá Deer-
field um jólaleytið 1945, leit
hann ágætlega út. Við hittumst
oft, meðan hann var í jólaleyf-
inu, og hann lék við hvern sinn
fingur, þegar hann fór aftur í
skólann í janúar. Þegar hann
kom aftur heim um vorið, var
hann þreytulegur, en ég hélt að
það stafaði af námserfiðinu
um veturinn. Trager, heimiiis-
læknir okkar, skoðaði hann
eins og venjulega, og fann ekk-
ert athugavert. Nokkrum dög-
um seinna kvartaði hann alit
í einu um stirðleika í hnakkan-
um, en okkur datt ekki í hug
að það gæti verið neitt alvar-
legt. Stirðleikinn hvarf líka von
bráðar, og Jonni hóf námið á
:ný, vonglaður og fuliur áhuga.
En síðari hluta aprílmánaðar
símaði Johnson, skólalæknir,
til okkar, og sagði að Jonni lægi
rúmfastur vegna stirðleika í
hnakka, en kvað ekkert hættu-
legt á ferðinni. Ég hringdi í
Jonna og við töluðum saman.
Hann var leiður yfir því að
þurfa að tapa viku frá náminu,
en að öðru leyti virtist ekkert
ama að honum. Hann ætlaði
að fara til næstu borgar daginn
eftir, til þess að láta gera á sér
efnaskiptapróf.
Um þrjúleytið 25. apríl,
hringdi síminn í íbúð okkar í
New York. Dr. Johnson var i
símanum. „Við höfum fengið
lækni frá Springfield til að líta
á son yðar — dr. Hahn, tauga-
sérfræðing. Hérna er hann.“
Dr. Hahn sagði: „Ég held að
sonur yðar sé með heilaæxli.“
Mér varð svo bilt við, að ég
vissi varla, hvað ég sagði.
„En það er ákaflega hættu-
legt, er það ekki?“ hrópaði ég.
Dr. Hahn sagði: „Já, það er
alvarlegur sjúkdómur.“ Svo fór
hann að lýsa sjúkdómseinkenn-
unum fyrir mér og ráðlagði mér
að leita til dr. Putnam, sem væri
færasti læknir á þessu sviði, að
minnsta kosti snjallastur af öll-
um nálægum læknum. Klukkan
fjögur var ég kominn í lækn-
ingastofu Putnams, og um tíu-
leytið um kvöldið vorum við
þrjú, læknirinn, Frances og ég,
komin til Deerfield. Fimm mín-
útum síðar vissi ég, að Jonni
væri dauðadæmdur; ég sá það
á andlitum læknanna þriggja.
En það lá vel á Jonna. Hon-
um hafði ekki verið sagt frá
því, að við værum á leiðinni,
og hann varð frá sér numinn
af fögnuði. Ég tók eftir því, að