Úrval - 01.08.1949, Qupperneq 118
116
DRVAL
annað, gegn betri vitund, að
æxlið væri dautt, að Putnam
hefði náð því öllu. Við sögðum
honum, að það væru aðeins
eftirköst skurðaðgerðarinnar,
sem þjáðu hann. Einu sinni var
hann óvenjulega dapur í bragði
og þá sagði hann: ,,Ég hef ekki
hugsað um annað en sjálfan
mig í sextán ár, svo að það er
engin furða þó að ég geti feng-
ið leiðindakast.“
I raun og veru snerist hugur
hans um það eitt, að komast
aftur í skólann. Hann hryllti við
tilhugsuninni um það, sem hann
hafði misst úr náminu, og var
að velta því fyrir sér, hvernig
hann gæti unnið það upp. Hon-
um var svo mikið í mun að
fá heilsuna aftur, að hann lézt
ekki taka eftir því, að það var
líka farið að bera á óstyrk í
vinstri hendi hans. Hann fór
eftir fyrirmælum læknanna í
einu og öllu. Hann mátti að-
eins fá fljótandi fæðu; hann
taldi nákvæmlega dropana í
vatnsskamtinum sínum. Hann
vildi aðeins hlýða; hlýða, til
þess að geta farið aftur í skól-
ann.
Jonni hafði aldrei lagt mikla
rækt við bænagerð. Ef til vill
stafaði það af því, að í einum
skólanum, sem hann sótti, hafði
hann neyðzt til að eyða mikl-
um tíma í að hlýða á guðsþjón-
ustur í skólakapellunni. Til þess
að vinna bug á fálæti hans í
þessu efni, fór Frances að lesa
alls konar bænir fyrir hann —
bænir Hindúa og Kínverja, Gyð-
inga og kristinna manna. Eitt
sinn stakk hún upp á því, að
hann semdi sjálfur bæn, sem
væri að skapi hans. Dag nokk-
urn sagði hann allt í einu upp
úr þurru: ,,Svo að við tölum
um bænir, þá hef ég búið eina
til.“
Hann kallaði hana „Bænt
hins vantrúaða.“
Almáttugur guð
fyrirgefðu mér trúleysi mitt,
því að ég skal reyna að vera
mildur,
hvorki kaldhæðinn,
né hafa ill áhrif á aðra.
Ó! Ef þú ert sannarlega á himnum
þá þakka ég þér
allar gjafir þínar,
og ég skal reyna,
að berjast hinni góðu baráttu. Amen.
28. maí fengum við enn slæm-
ar fréttir; það leið yfir Jonna
þegar hann var að fara inn í
baðherbergið, og læknarnir voru
svartsýnir. Sumir læknarnir
virtust forðast okkur, og jafnvel