Úrval - 01.08.1949, Qupperneq 118

Úrval - 01.08.1949, Qupperneq 118
116 DRVAL annað, gegn betri vitund, að æxlið væri dautt, að Putnam hefði náð því öllu. Við sögðum honum, að það væru aðeins eftirköst skurðaðgerðarinnar, sem þjáðu hann. Einu sinni var hann óvenjulega dapur í bragði og þá sagði hann: ,,Ég hef ekki hugsað um annað en sjálfan mig í sextán ár, svo að það er engin furða þó að ég geti feng- ið leiðindakast.“ I raun og veru snerist hugur hans um það eitt, að komast aftur í skólann. Hann hryllti við tilhugsuninni um það, sem hann hafði misst úr náminu, og var að velta því fyrir sér, hvernig hann gæti unnið það upp. Hon- um var svo mikið í mun að fá heilsuna aftur, að hann lézt ekki taka eftir því, að það var líka farið að bera á óstyrk í vinstri hendi hans. Hann fór eftir fyrirmælum læknanna í einu og öllu. Hann mátti að- eins fá fljótandi fæðu; hann taldi nákvæmlega dropana í vatnsskamtinum sínum. Hann vildi aðeins hlýða; hlýða, til þess að geta farið aftur í skól- ann. Jonni hafði aldrei lagt mikla rækt við bænagerð. Ef til vill stafaði það af því, að í einum skólanum, sem hann sótti, hafði hann neyðzt til að eyða mikl- um tíma í að hlýða á guðsþjón- ustur í skólakapellunni. Til þess að vinna bug á fálæti hans í þessu efni, fór Frances að lesa alls konar bænir fyrir hann — bænir Hindúa og Kínverja, Gyð- inga og kristinna manna. Eitt sinn stakk hún upp á því, að hann semdi sjálfur bæn, sem væri að skapi hans. Dag nokk- urn sagði hann allt í einu upp úr þurru: ,,Svo að við tölum um bænir, þá hef ég búið eina til.“ Hann kallaði hana „Bænt hins vantrúaða.“ Almáttugur guð fyrirgefðu mér trúleysi mitt, því að ég skal reyna að vera mildur, hvorki kaldhæðinn, né hafa ill áhrif á aðra. Ó! Ef þú ert sannarlega á himnum þá þakka ég þér allar gjafir þínar, og ég skal reyna, að berjast hinni góðu baráttu. Amen. 28. maí fengum við enn slæm- ar fréttir; það leið yfir Jonna þegar hann var að fara inn í baðherbergið, og læknarnir voru svartsýnir. Sumir læknarnir virtust forðast okkur, og jafnvel
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.