Úrval - 01.08.1949, Blaðsíða 123
DAUÐI, HVAR ER BRODDUR ÞINN ?
121
því nýr þáttur í hinni sleitu-
lausu baráttu Jonna.
Þeir voru ekki skemmtilegir,
fyrstu dagarnir sem Jonni var á
hvíldarheimili dr. Gersons. Hann
lá þar fölur og aðframkominn.
Hann var með stærðar mar-
bletti á handleggjunum og
brjóstinu, af því að háræðarn-
ar voru farnar að springa. En
eftir viku var hann tekinn að
hjama við! Hvítu blóðkornun-
um fór að fjölga, marblettirnir
hurfu, sárið tók að gróa, og það
sem mest var um vert, hnúsk-
urinn á höfði hans hafði hjaðn-
að!
Mataræði Gersons er sneytt
salti og fitu, og eggjahvíta er
af mjög skornum skammti.
Lækningin byggist á þeirri kenn-
ingu, að líkaminn lækni sig sjálf-
ur, ef hann fái tækifæri til þess
— þ. e. að unnt sé að breyta
svo efnaskiptingu líkamans, að
krabbamein (eða annar sjúk-
dómur) deyi út af sjálfu sér.
Næstu mánuði lifði Jonni að-
allega á ávöxtum og grænmeti.
Þar sem þetta fæði var mjög
snautt af málmsöltum, voru hon-
um gefnar lifrarsprautur dag-
lega og margar tegundir af pill-
um.
Jonni hafði viðbjóð á þessu
mataræði, en hann fór dyggilega
eftir settum reglum. Og hon-
um fór fram. Um eitt skeið var
batinn svo augljós, að við réð-
um okkur varla fyrri fögnuði.
Jonna var farið að batna fyrir
alvöru!
Jonni lét ekki bugast, þó að
sjón hans væri orðin svo tak-
mörkuð, að hann gat ekki séð
allt skákborðið í einu. Eitt sinn,
þegar hann var að gera spila-
þrautir, en gat ekki haldið á
spilunum, sagði hann ofur í’ó-
lega: ,,Ég er viss um, að ég
verð alltaf klaufskur með vinstri
hendinni.“
Nú skeði einstæðasta atriði
þessarar einstæðu baráttusögu.
Jonni sætti sig við það, að hann
gat ekki sótt skólann í Deerfield,
en hélt í þess stað náminu áfram
með einkakennslu. Hann gat
varla gengið óstuddur; hann gat
tæplega hreyft fingur vinstri
handarinnar; hann hafði ekki
nema hálfa sjón; hluti af heila
hans var eyðilagður, og þó hélt
hann áfram að starfa.
Frances útvegaði honum tvo
kennara og Jonni gerði áætlun
um tilhögun námsins. —
Svo rann upp dagurinn, þeg-
ar Jonni tók tilraunaprófið, til