Úrval - 01.08.1949, Page 127
DAUÐX, HVAR ER BRODDUR ÞINN?
125
þegar komið var með hann út
úr skurðarstofunni, en hann var
ekki eins bólginn og marinn og
eftir fyrri uppskurðinn. Mount
læknir sagði mér, að æxlið hefði
vaxið svo ört, að enda þótt hann
hefði skorið ellefu sentimetra
djúpan skurð í heilavefinn, hefði
hann ekki komizt fyrir rætur
þess. Jonni sagði aðeins: ,,Mér
líður betur nú en eftir fyrrí
skurðinn.“
Bólguhnúskurinn hvarf í bili
og það myndaðist laut, þar sem
hann hafði verið. Jonna var leyft
að fara heim 15. maí, og þá fór
hann úr Taugasjúkdómahælinu
fyrir fullt og allt. Þegar við
gengum út úr sjúkrahúsinu,
varð mér að orði, að við vær-
um orðin svo þekkt þar, að þeir
myndu senda mér reikninginn í
pósti. Jonni sagði í glensi: ,,Þú
meinar í bögglapósti.“
Hann var sæmilega frískur,
en átti þó æ erfiðara með að
spenna á sig beltið og hnýta
skóreimamar. En hann var of
stoltur til að viðurkenna þetta.
Karl, lyftuvörðurinn okkar, tár-
felldi einu sinni, þegar hann sá,
hve Jonny var orðinn hrukkótt-
ur og hve erfitt honum var
um gang. Jonni sagði fremur
kuldalega við hann: „Ég hef
ekki getað hreyft mig lengi og
er þess vegna þreyttur í fætin-
um.“
25. maí símaði Boyden til okk-
ar og skýrði frá því, að hann
hefði athugað prófverkefm
Jonna, og að hann hefði náð
skólafélögum sínum í öllum
námsgreinum, nema einni. Hann
hefði staðizt prófið með prýði.
Boyden bað okkur að koma með
Jonna, þegar skólauppsögn færi
fram, í vikunni á eftir, svo að
hann gæti útskrifazt með sínum
bekk.
Við ókum til Beerfield 27.
maí. Jonni gekk rakleitt hm í
bekkinn og settist í sæti sitt.
Hann sat milí tveggja vina sinna
í borðsalnum (kennaramir
höfðu aðvarað þá) og Frances
hafði beðið þá um að aðstoða
hann, ef með þyrfti. Piltarnir
gláptu á hann í fyrstu, eins og
hann væri vofa — hann var
hárlaus að mestu og með hvít-
an vefjarhött, — en þeir hættu
því brátt. —
Þegar við heimsóttum hann
næsta morgun, var hann hvergi
sjáanlegur. Hann hafði farið á
fætur klukkan átta, og var í
þann veginn, að Ijúka efnafræði-
prófinu! Hann tók sæmilegt próf
— enda þótt hann hefði aldrei