Úrval - 01.10.1954, Qupperneq 7

Úrval - 01.10.1954, Qupperneq 7
ÞINGVEIZLURÆÐA 5 uð öðruvísi út, en Vilhjálmur keisari gerði ráð fyrir eða óskaði sér að hann væri. Sjálf- ur hefur hann sennilega tengt hugmynd sína við vöggur og blæjur, en á því sviði hefur aldrei verið nein áköf sam- keppni af karlmannanna hálfu. Að því er eldhúsið snertir, virð- ast konurnar hafa sýnt fagurt dæmi um ósérplægni, en á því sviði verður að telja, að þær hafi verið að mestu einvaldar. Það er smekkur karlmannanna, sem ræður, bæði við matborð fjöl- skyldunnar og á veitingastöðum. Þar sem konur borða einar sam- an og eru frjálsar að því að velja réttina, eru þeir allt öðru vísi, léttari og fjölbreyttari. Ég get þó skotið hér inn þeirri athuga- semd að negrakonur og konur Sómalimanna eru lagnar við að byrla mönnum sínum eitur í réttunum, sem þær bera þeim, og vegna þess er sérleg virðing borin fyrir þeim. En þrátt fyrir það, að sitt- hvað mæli með þessari stefnu- skrá, held ég, að hún hafi ekki látið að sér kveða sem náttúru- lögmál, — sem undirstaða eða einkenni um æðri þróun tegund- anna. Ef ég á hér að láta í ljós minn eigin skilning á því, hvað gagnlegt sé við klofninguna í tvö kyn, kem ég aftur að minni gömlu trú á þýðingu víxl- áhrifanna og samfæringar minnar um hina miklu auðlegð og ótakmörkuðu möguleika sem rúmast í félagsskap og samleik tveggja einda af ólíkri gerð. Ég hef talað um þetta sama að því er snertir herra og þjón, aldinn og ungan. En engin víxl- áhrif, — nema milli Guðs og manns, — hafa haft svo ótví- ræða þjiðingu sem víxláhrifin milli karlmanns og konu. Gamli enski prestnrinn Robertson sagði: „Tveniit er það, sem sker úr um gildi og örlög hvers manns: Afstaðan til Guðs og af- staðan til hins kynsins." Sjálf tel ég, að inriblástur sé æðsta. hamingja mannsins, og innblásturinn krefst alltaf tveggja frumefna. Ég held, að gagnkvæmur innblástur milli karls og konu hafi verið vold- ugasta aflið í sögu ættar vorr- ar, og hafi öllu öðru fremur skapað það, sem auðkennir tignarf ólk vort: Af reksverk, skáldskap, list og smekk. Ég hygg, að meðal annars hafi mennirnir hafizt yfir dýrin í því, að æxlun fer fram hjá þeim á öllum tímum árs, — samfélag, þar sem gagnkvæmt aðdráttar- afl kynjanna er bundið við á- kveðinn, skamman tíma, hlýtur að verða einkennilega snubbótt. Já, ég held, að því kröftugri sem þessi gagnkvæmi innblástur er, því auðugra og f jörmeira verði samfélagið. Ég vil ekki reyna að skera úr um, — og ég held það sé yfirleitt ekki hægt að ákveða, hversu miJcill mismunur kynjanna veki sterkastan innblástur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.