Úrval - 01.10.1954, Side 43

Úrval - 01.10.1954, Side 43
KONAN, KINSEY OG HEGNINGARLÖGIN 41 það glæpur að hafa mök utan hjónabands. í 17 fylkjum er fangelsisvist refsing við þessari yfirsjón, önnur fylki láta sér nægja sekt. Þó að „petting“ (kjass, kossar og faðmlög) sé talið sérstök amerísk uppfinn- ing, eru aðferðirnar við þessi at- lot í flestum tilfellum brot á lögum. í Indiana, þar sem Kinsey á heima, og í öðru miðvesturfylki, er sjálfsfróun refsiverð. Há- mark hnýsninnar verður það þó að teljast, þegar fram kom fyr- ir nokkru frumvarp um það að telja sáðlát í svefni refsivert at- hæfi! Nú er það að vísu svo, að víða þekkjast dæmi um undarleg, úr- elt lög, sem aldrei hafa verið framkvæmd. I Danmörku varð- aði það dauðarefsingu allt fram til 1866, að drýgja hór: karl- maðurinn skyldi hálshöggvinn og konunni drekkt í poka. Á þeim öldum, sem lögin voru í gildi, voru þau aldrei fram- kvæmd. Svipað mætti hugsa sér um amerísk lög, en svo er þó ekki. Lögunum er beitt, meira eða minna, eftir því hve vand- lætingasamir og ötulir embættis- mennirnir eru. Enn alvarlegra er þó, að lögin hafa oft verið notuð til f járkúgunar. I skýrslu Kinseys segir frá 1300 persón- um, sem refsað hefur verið fyrir kynferðisglæpi, af 14000, sem hann hafði til samanburðar. Hann komst þannig að því, að færri en 1% af „afbrotunum" komu til kasta réttvísinnar. Þeg- ar um framhjátökur var að ræða var talan aðeins 6 af 100.000. Það er augljóst, að lög sem eru svo tilviljunarkennd í fram- kvæmd, hlutu að vekja skelfingu hjá hugsjónamanni eins og Kin- sey. Enda gengur það eins og rauður þráður gegnum síðustu bók hans, að hann telur það ekki aðeins hlutverk sitt að vera hlutlægur athugandi, lieldur einnig þjóðfélagslegur siðbóta- maður. Hann álítur, að rannsókn sín á hegðun fólksins verði eðli sínu samkvæmt að leiða til rót- tækrar breytingar á löggjöfinni, þannig að guðfræðileg sjónar- mið verði að víkja fyrir líffræði- legum sjónarmiðum. Vafasamt er þó að sú verði raunin. Hann hefur kannski hætt sér út á hálli ís en vér getum gert oss grein fyrir hér heima. Það er svo margí í sögu Kinseymálsins, sem vér skiljum ekki. Fyrst korn skýrslan um karlmennina. Hún varð metsölubók án þess hún hefði nokkuð verið auglýst áður. Hér austanhafs þótti hún strembin lesning, full af töflum og línuritum. En við vissum, að Ameríkumaðurinn er betur læs á tölur, ef þær eru settar upp í ferhyrning heldur en orð, og að hann trúir á tölur eins og vér trúðum einu sinni á ritað mál. Auk þess fjölluðu tölurnar um hann sjálfan! Fimm árum síðar kom bókin um kvenfólkið, og hún kom vissulega ekki þegjandi eða n
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.