Úrval - 01.10.1954, Blaðsíða 82
Anton Tjekov.
Úr formála að „Three Plays“, Penguin Classics,
eftir Elisaveta Fen.
ANTON TJEKOV var þriðja
barn hjónanna Paviels og
Yevgheniu Tjekov, og átti tvo
eldri bræður, Alexander og
Nikolai. Hann var skírður 27.
janúar 1860, tíu dögum efiir að
hann fæddist. Seinna bættust
ein systir og tveir bræður í
barnahópinn. — Tjekov-hjónin
hljóta að hafa átt erfitt með að
framfleyta fjölskyldunni, því
að börnin voru sex, og faðirinn
sló slöku við starf sitt vegna
áhugans, sem hann hafði á list-
um. Paviel Tjekov var áreið-
anlega gæddur listamannshæfi-
leikum; hann lærði að leika á
fiðlu tilsagnarlaust og var dá-
góður málari. En listamanns-
hæfileikar föðurins urðu börn-
unum til tjóns, ekki aðeins
vegna þess að hann vanrækti
starf sitt, heldur einnig af því,
að hann íþyngdi þeim óþarflega
mikið. Hann hafði slíkan áhuga
á kirkjutónlist, að hann lét syni
sína syngja í kirkjunni, áður en
þeir höfðu náð skólaskyldualdri
(en á þeim tíma voru rússnesk
börn skólaskyld 8 eða 9 ára
gömul). Börnin voru rekin á
fætur fyrir allar aldir og urðu
að fara til kirkju í hvaða veðri
sem var.
Uppeldi barnanna var mjög
strangt, enda minntist Tjekov
þess síðar með beiskju, að faðir
hans hefði hýtt hann þegar hann
var strákhnokki. En hvaða á-
hrif sem uppeldið hefur annars
haft á skapgerð Tjekovs, þá
bugaði það hann ekki og gat
ekki kæft „neistann" í hon-
um. Öllum þeim, sem ritað hafa
ævisögu hans, ber saman um að
hann hafi verið fjörmikill og
glaðlyndur og afkastamikill svo
af bar.
Eitt af því fáa, sem var
Tjekov-börnunum til ánægju,
var stutt sumardvöl í stórum
búgarði uppi í sveit, þar sem
föðurafi þeirra var ráðsmaður.
Þessi afi þeirra var að mörgu
leyti merkilegur maður. Nokkr-
um árum fyrir afnám bændaá-
nauðarinnar í Rússlandi árið
1861, hafði hann keypt sér og
sonum sínum frelsi, en einn af
sonum hans var faðir Antons.
Lausnargjaldið, sem hann varð
að greiða húsbónda sínum, var
3500 rúblur, sem hann hafði
sparað saman meðan hann var
ánauðugur, og sýnir það eitt
dugnað hans og þrautseigju. Þó
að margt gengi á tréfótum í
Rússlandi á síðasta helmingi