Úrval - 01.10.1954, Síða 89
Vinur og starfsbróðir Xjekovs seg'ir
hér einkar skemmtilega frá
kynnum sínum af skúldinu.
Anlon Tjekov.
Eftir Maxím Gorki.
Dag einn bauð hann mér til
sín að Koutchouk-Koj, smáþorpi
þar sem hann átti jarðarskika
og lítið, hvítt hús, tveggjahæða.
Þegar hann gekk með mér um
,,eignina“, talaði hann af mikl-
um móði:
„Ef ég ætti mikið af pening-
um, mundi ég reisa hérna hæli
fyrir heilsuveila barnakennara.
Sjáið þér til, ég léti byggja eitt
af þessum björtu stórhýsum,
mjög björtu, stórir gluggar,
hátt til lofts. Þar yrði gott bóka-
safn, hljóðfæri, býflugnabú, á-
vaxta- og matjurtagarðar; og ég
mundi efna til ráðstefna um
landbúnað, veðurfræði; barna-
kennari verður að vita allt, góði
minn, bókstaflega allt!“
Hann þagnaði snögglega,
hóstaði, gaut til mín augunum
og brosti hinu blíða, fagra brosi
sem gerði hann ómótstæðilegan
og dró athygli manns einkar
fast að því sem hann sagði.
„Auðvitað leiðist yður að
hlusta á svona hugaróra! En ég
nýt þess að tala um þetta. Ef
þér bara vissuð hve sveitirnar
okkar þarfnast góðra kennara,
gáfaðra, menntaðra. Hjá okkur,
hér í Rússlandi, ríður á að hef ja
þá til sérstaks vegs, og það sem
allra fyrst, ef við viðurkennum
þá staðreynd, að án staðgóðrar
alþýðumenntunar skerðir Ríkið
að jörðu eins og hús byggt úr
illa brenndum tígulsteinum.
Barnakennarinn á að vera lista-
maður, fullur ástar á starfi sínu,
en hér hjá okkur er það mann-
hrak, lítt menntað, sem kenna
skal þorpsbörnunum, með svip-
uðu hugarfari og hann sé í út-
legð. Hann þolir hungur og
harðrétti og er síhræddur við að
missa vinnuna. Hann ætti, þvert
á móti, að vera fyrirmaður síns
héraðs, svo hann geti svarað
öllum spurningum bændanna,
svo músjikarnir eygðu í honum
þann kraft sem vekti athygli
þeirra og virðingu; svo enginn
þyrði að svívirða hann og auð-
mýkja eins og allir gera núna:
lögreglumenn, kaupmenn, prest-
ur, skólahaldari, oddviti og þessi
skrifstofublók sem ber titilinn
skólaeftirlitsmaður, en leggur
sig allan fram við að fylgja út
í æsar ákvörðunum fræðslu-
málastjórnarinnar í stað þess
að reyna að bæta aðbúnað skól-
anna. Það er fráleitt að launa
illa manninum sem fræða á lýð-