Úrval - 01.11.1954, Side 10

Úrval - 01.11.1954, Side 10
8 tÍRVAL stundina?“ — svöruðu að vísu flestir ,,fjárhagsmál“, en næst kom „óttinn við stríð“. Og hér erum vér þá komin að brýnasta vandamáli þjóðarinnar eftir styrjöldina — endurvopnun landsins. f hinni nýju stjórnarskrá er ákvæði, sem afneitar styrjöldum og mælir svo fyrir að Japan skuli ekki hafa her eða flota eða nokkur tæki til að heyja stríð. Vopn bar því enginn nema varnarlið lögreglunnar og strandvarnarliðið. En í júní 1950 brauzt Kóreustyrjöldin út. Ári síðar voru friðarsamningar gerðir og Japan hlaut fullt sjálf- stæði að nýju. Þessir tveir at- burðir sem og almenn þróun í alþjóðamálum kvöddu endur- vopunarmálið á dagskrá. I janú- ar 1952 var varalið lögreglunn- ar endurskipulagt og breytt í þjóðvarnarlið. Japan hefur því þegar stigið fyrsta skrefið til endurvígbúnaðar. I maí 1946, rétt eftir gildis- töku stjórnarskrárinnar, spurði stórblaðið „Mainichi Shimbun“ 2000 menntamenn um álit þeirra, og taldi mikill meirihluti (69% karla og 73% kvenna) ákvæðið um afneitun styrjalda ,,nauðsynlegt“. En síðan hafa orðið straumhvörf. I ágúst 1950 voru 39% þjóðarinnar fylgjandi endurvopnun, 33% á móti. f marz 1951 voru samsvarandi tölur 47 og 24, og í janúar 1952 57 og 24. En skoðanakönnun UNESCO sýnir, að æskan er stöðugri í friðarvilja sínum en fullorðna fólkið, einkum háskólastúdent- ar. Andstaðan gegn endurvopn- un var raunar öflugust í öllum aldursflokkum meðal þeirra, sem notið höfðu háskólamennt- unar eða annarrar hliðstæðrar menntunar. Skoðanakönnuðirn- ir létu þó fylgja þessa athuga- semd: „Friðaröflin í Japan eru ef til vill ekki eins staðfastleg og ætla mátti fyrir nokkrum árum, . . . skoðanir margra ein- lægra friðarsinna hafa við nán- ari athugun reynzt lítt grundað- ar tilfinningar, sem auðvelt er að kollvarpa.“ Sú friðarstefnualda, sem flæddi yfir Japan eftir stríðið, var aðeins að nokkru leyti sprottin af viðurkenningu þess, að styrjaldir séu böl í sjálfu sér. Hún var einnig sprottin af einlægri trú á, að styrjaldir væru ekki aðeins umflýjanlegar í framtíðinni, heldur blátt áfram óhugsandi. Margir eru enn þessarar trú- ar, en heimsviðburðir síðustu ára hafa haft mikil áhrif á flesta Japana. í sambandi við þessi straumhvörf er vert að minnast þess, sem Ruth Bene- dict skrifaði 1946: ,,Sem stend- ur er hernaðarstefnan í augum Japana „ljósið sem hvarf“. Þeir munu bíða þess að sjá hvort það hefur einnig horfið öðrum þjóðum heimsins. Ef svo reyn- ist, munu Japanir gera séra allt far um að sanna, hve vel þeir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.