Úrval - 01.11.1954, Side 12
10
ÚRVAL
um og stjórnendum. Eftirfar-
andi spurning var lögð fyrir
æskufólk í Tokyo: ,, Telur þú,
að hugmyndir japanskra stjórn-
málamanna og herforingja á
áratugnum fyrir styrjöldina
hafi í grundvallaratriðum verið
réttar, þó að þessum forustu-
mönnum tækist ekki að koma
áformum sínum í framkvæmd?“
49 % svöruðu neitandi, 26%
töldu þær réttar að vissu marki,
og 15 svöruðu játandi.
Þótt æska Japans hafi fagnað
hinu nýja vígorði ,,frelsi“, er
meirihluti hennar ekki þeirrar
skoðunar, að lýðræðisstjórn eins
og hún tíðkast í Bretlandi,
Frakklandi og Bandaríkjunum
hæfi japönsku þjóðinni sem
stendur. Þar með er ekki sagt,
að hún afneiti lýðræðinu sem
slíku, heldur virðist hún vera
að leita að einhverskonar „jap-
önsku lýðræði“, sem enn er ekki
til. „Þjóðirnar eru ólíkar og
stjórnarhættir þeirra hljóta því
að verða ólíkir."
Fram til loka stríðsins var
keisarinn æðsta vald í stjórnar-
kerfi landsins. Vopnahlésskil-
málarnir bundu enda á alræðis-
vald keisarans og skilyrðislausa
undirgefni þjóðarinnar undir
keisaravaldið. Hefur þetta í
reynd bundið enda á hina hefð-
bundnu keisaradýrkun, einkum
meðal unga fólksins? Um þetta
segir dr. Stoetzel: „Nokkrar
leifar hinnar hefðbundnu dýrk-
unar á keisaranum má enn finna
meðal æskunnar.“
Ein spurningin, sem lögð var
fyrir æskulýðinn, hljóðaði svo:
„Þó að Tojo hafi verið hengdur
sem stríðsglæpamaður, var
keisarinn, sem sagði Bandaríkj-
unum stríð á hendur, ekki talinn
stríðsglæpamaður. Finnst þér
þetta sanngjarnt eða ósann-
gjarnt?“ 78% töldu það sann-
gjarnt; algengasta svarið
(73%) var, að undir einræðis-
stjórnTojo hefði keisarinn raun-
verulega ekki haft nein völd.
Keisarinn er enn tákn þjóð-
arinnar, ekki aðeins á pappírn-
um, heldur einnig í hugum og
hjörtum fólksins. Þetta var
skoðun 74% æskumanna þeirra
sem spurðir voru í Tokyo; 17 %
höfðu enga skoðun á keisara-
dýrkuninni, 37% voru andvígir
henni, en 46% voru enn þeirr-
ar skoðunar, að hún væri nauð-
synleg. Tengslin við keisaraleg-
ar og þjóðlegar hefðir eru þann-
ig enn mjögsterk.Keisaradagur-
inn, hinn mikli hátíðisdagur til
minningar um stofnun keisara-
dæmisins, hefur verið afnuminn
sem almennur frídagur. En 85%
þeirra æskumanna, sem spurðir
voru, vildu endurvekja daginn.
Skýringarnar, sem fylgdu svör-
unum, eru athyglisverðar:
„Endurvakning keisaradagsins
er góð hugmynd, en gjalda ber
strangan varhug við hverskonar
þjóðernisofstæki í sambandi við
hann.“ „Ég er fylgjandi endur-
vakningu keisaradagsins, en að-
eins sem tákn um fæðingu hins