Úrval - 01.11.1954, Side 20
18
tjRVAL
karlfrumna eru í einum sæðis-
skammti (3—4 cm3), og hver
þeirra er aðeins 1/85000 af
stærð eggsins. Þær eru með
perulagað höfuð og hala, sem
er 11/12 af allri lengd sáðfrum-
unnar.
Strax og sæðið er komið í
leggöngin, upphefst æðisgengið
kapphlaup milli milljónanna um
að nálgast eggið. Aðeins ein
fruma verður sigurvegari. —
Fyrsta sæðisfruman sem snertir
eggið, frjógvar það, og erfiði
allra hinna er fyrir bí. Við
þekkjum ekki hin dularfullu öfl,
sem beina sæðisfrumunum upp
í gegnum leggöng, leg og leg-
pípu, en í efsta hluta hennar
gerist frjóvgunin oftast. Hins-
vegar sjáum við í smjásjá, að
sæðisfrumurnar hreyfa sig með
halanum, sem snýst í hring eins
og spaði. Allar sæðisfrumurnar,
sem bíða ósigur í kapphlaupinu,
fyrirfarast og sjúgast inn í
veggi líffæranna.
Frjóvgunin! Fyrir stundu var
eggið og sæðið tvær einfaldar
frumur, sem áttu fárra daga
líf fyrir höndum; en nú eru þau
sameinuð í nýja frumu, sem býr
yfir öllum eiginleikum hins
nýja einstaklings og getur lifað
í 70 ár, já, 1 sumum tilfellum
jafnvel yfir 100 ár. Við frjóvg-
unina ákveðst kynferði ein-
staklingsins. Það eru til tvenns
konar sæðisfrumur. Annað af-
brigðið felur í sér svonefndan
x-litning (kromosom), en hitt
svonefndan y-litning. Ef sæðis-
fruman er af x-tegundinni, þá.
verður einstaklingurinn kven-
kyns, en ef hún er af y-tegund-
inni, þá verður hann karlkyns.
Nú hefst eitt varasamasta
skeiðið í lífi mannsins. Fruman,
sem myndaðist við samruna
kynfrumanna, skiptist í tvær,
jafn stórar, samlægar frumur,
síðan í 4, 8, 16, o.s.frv. Þetta eru
keðjuviðbrögð, sem gerast í
miklu skyndi líkt og sprenging-
ar. Stundum verður skiptingin
ekki alveg samkvæm áformi
náttúrunnar. Ef tvær ósamlæg-
ar frumur myndast snemmend-
is, þá fæðast eineggja tvíburar.
Ef ósamkvæmnin kemur seinna
fram, eftir að frumunum hefur
fjölgað, þá verður barnið van-
skapað, t. d. með skarð í vör.
Meðan stendur á þessum
skiptingum, sígur frumukögg-
ullinn niður í gang legpípunnar,
og átta dögum á eftir frjóvgun,
hrapar hann gegnum 1 mm.
breitt op og út í legholið. Legið
er reiðubúið að veita gestinum
viðtöku, enda situr það uppi með
hann næstu níu mánuði. Horm-
ónar frá eggjakerfinu umbreyta
legveggnum. Þar hefur myndast
mjúk, safarík slímhimna, prýðis-
bólstaður fyrir króann litla, sem
líkist nú — vegna frumufjöld-
ans — mórberi, öðru fremur.
Mórberið skrúfast svo djúpt
niður í slímhimnuna, að hlífðar-
vefir lykja það allt um kring.
Til þessa hefur það ekkert vax-
ið að stærð, því að það varð að
láta sér nægja þá litlu forðanær-